fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. mars 2023 19:00

Ingvar og eiginkona hans, Ragna Sólveig Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Thor Gylfason myndlistarmaður opnaði sýninguna Blóm og ballett á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ síðastliðinn föstudag. Sýningin er fyrsta einkasýning Ingvars síðan 2017 og verður hún opin til og með 17. apríl.

Tónlistarmaðurinn Aron Can og ballerínurnar Dagmar Lilja Stefánsdóttir, Guðrún Þorbjörg Guðmundsdóttir og Nína Sigurrós Hjaltadóttir frá Klassíska Listdansskólanum skemmtu gestum á opnun sýningarinnar.

Aron Can
Dagmar Lilja Stefánsdóttir, Guðrún Þorbjörg Guðmundsdóttir og Nína Sigurrós Hjaltadóttir

„Það er engin leið til þess að lýsa því hverju ánægður og þakklátur ég er með opnunina á föstudaginn. Ótrúlegt alveg.  Sýningin, Blóm og Ballet, fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Sjáland fylltist af listunnandi fólki sem skoðaði málverk í heila kvöldstund sem var draumi líkust,“ segir Ingvar. 

„Ef þetta kveikir ekki í manni eldmóð til að byrja að vinna í nýrri seríu að þá gerir það ekkert svo ég lofa að það verður ekki eins langt í næstu sýningu og reyni ég klárlega að gera enn betur þá.“

Ingvar færði Píeta 700.000 kr.

Við opnunina færði Ingvar Píeta samtökunum fjárhæð að upphæð 700.000 kr. Fjárhæðin safnaðist á innan við sólarhring með sölu á eftirprentun af verkinu Upprisa sem Ingvar málaði á síðasta ári. „Það hefur lengi staðið til gera nokkur eintök og láta allt söluvirði þeirra renna óskipt til Píeta Samtökin. Mér þykir alveg gríðarlega vænt um þetta verk og vona að sem flestir sem tengja við verkið eða þekkja til einhvers sem hefur gengið í gegnum djúpa dali sjái sér fært um að styrkja þessi frábæru og lífsnauðsynlegu samtök,“ segir Ingvar. Jafnframt fylgir með texti sem hann skrifaði þegar hann var nýbúinn að mála verkið og lýsir því hvernig hann upplifir bæði verkið og sköpun þess:

Verkið Upprisa.

„Stundum koma hugmyndirnar til manns svo sterkt að þeim verður eiginlega að hrinda í framkvæmd strax svo þær dagi ekki uppi í hausnum á manni og gleymist. Þetta er ein af þessum hugmyndum en striginn var ætlaður í eitthvað allt annað en hefði varla getað fengið betri hugmynd málaða á sig. Það er ekki oft sem ég er með alveg mjög djúpar pælingar fyrir utan fagurfræðina þegar ég mála en í þetta skiptið var það svo og finnst mér eins og ég verði að útskýra verkið betur en ég geri oftast.

Verkið heitir Upprisa og getur táknað margskonar upprisur sem fólk gengur í gegnum á lífsleiðinni. Hvort sem það er að sigrast á fíknisjúkdóm eða erfiðari fortíð til að leggja leið sína í átt að betra og bjartara lífi eða bara breytingar í lífi fólks almennt eins og skilnaður, missir, ný vinna eða umhverfi. Upprisan getur verið allskonar en eins og ég reyni að koma henni frá mér í þessu verki að þá er oft verið að skilja eftir þyngri, dekkri og erfiðari tíma og hefja leit í átt að léttari, bjartari og skemmtilegri tíma. Þaðan koma dökku litirnir í botni verksins sem toga í hana til að hverfa aftur til vanans en þannig er þetta oft með breytingar að það er erfitt að breyta gömlum venjum eða hugmyndum. Rauða línan í gegnum verkið stendur svo fyrir sársaukann sem allir þurfa að upplifa þegar breytingarnar eru að ganga í gegn og hræðslan við að skilja við það sem maður þekkir. Ljósu litirnir í toppi verksins eru svo ljósið og birtan sem lýsir leiðina til bjartari og betri tíma þar sem hamingjuna er að finna. Ég vil meina að við göngum öll í gegnum margar upprisur á lífsleiðinni í leit að betra lífi og til að betra okkur sjálf.“

Ragna og Ingvar ásamt Stefáni Magnússyni eiganda veitingastaðarins Sjáland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki