fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Gwyneth Paltrow stefnt fyrir dóm vegna skíðaslyss – Allt sem þú þarft að vita

Fókus
Miðvikudaginn 22. mars 2023 11:01

Mandatory Credit: Photo by Matt Baron/REX/Shutterstock (9640561sd) Gwyneth Paltrow 'Avengers: Infinity War' film premiere, Arrivals, Los Angeles, USA - 23 Apr 2018

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og heilsugúrúinn Gwyneth Paltrow á ekki sjö daganna sæla um þessar mundir. Henni hefur verið stefnt fyrir dóm af augnlækni á eftirlaunum vegna áreksturs sem átti sér stað í skíðabrekku í Utah árið 2016.

Fer fram á 428 milljónir í skaðabætur

Það var í gær, 21. mars, sem Gwyneth mætti fyrri dóm til að mæta þar hinum 76 ára gamla Terry Sanderson. Gwyneth mæti í kremlitaðri rúllukragapeysu og dökkum buxum að sögn Enews. Gwyneth hefur höfðað gagnsök gegn Terry þar sem hún heldur því fram að það hafi verið hann sem olli árekstrinum.

Málið má rekja allt til janúar 2019 þegar Terry lagði fram stefnu í málinu vegna áverka sem hann hlaut þegar Gwyneth hafi rekist í hann í byrjendabrekkunni á skíðasvæðinu Deer Valley í Utah. Terry heldur því fram að hann hafi vegna árekstursins hlotið áverka á heila, fjögur brotin rif sem og aðra áverka. Vill hann meina að Gwyneth hafi orsakað slysið með því að skíða með óábyrjum hætti. Eins gagnrýnir hann að Gwyneth og skíðaleiðbeinandi hennar hafi látið sig hverfa af vettvangi þegar augljóst var að hann hefði slasað sig.

„Ég hef gengið í gegnum miklar þjáningar, ekki bara vegna líkamlegu áverkanna sem ég fékk,“ segir í stefnu. Þar segir einnig að Terry hafi glímt við andlega erfiðleika í kjölfarið, svo sem kvíða, ótta og þunglyndi. Hann hafi verið alvarlega slasaður og ekki getað séð um sjálfan sig.

Terry fer fram á rúmlega 428 milljónir í skaðabætur.

Fer fram á einn dollara í skaðabætur

Í gagnsök sem Gwyneth hefur lagt fram neitar hún því að hafa valdið slysinu. Hún hafi verið að skíða með fjölskyldu sinni og leiðbeinanda þegar Terry hafi rekist á bak hennar af fullum krafti. Hann hafi svo gengist við sök með því að biðjast afsökunar eftir slysið og sé ljóst að nú sé hann að höfða skaðabótamál því hann hafi áttað sig á því að Gwyneth er bæði fræg og rík.

„Hún hvorki hrinti honum niður né olli heilahristingi, heilaskaða eða rifbeinsbroti,“ segir í gagnsök. Þar segir að Gwyneth hafi ekki rekist á Terry og yfirgefið hann slasaðan í skíðabrekkunni. Hann hafi litið út fyrir að vera ómeiddur og að engin þörf væri á læknisaðstoð.

Gwyneth fer fram á táknrænar skaðabætur upp á einn dollara auk málskostnaðar.

Reiknað er með að aðalmeðferð taki 8 daga. Reiknað er með að aðilaskýrsla verði tekin af Gwyneth og eins muni eiginmaður hennar, Brad Falchuk og börnin hennar tvö, Apple og Moses, bera vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR

Vaknaðu! Safnar 38 milljónum króna fyrir Rauða krossinn – MYNDIR
Fókus
Í gær

Stórstjörnur giftu sig í leyni

Stórstjörnur giftu sig í leyni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis

Sögulegir munir úr starfi íslenskrar nasistahreyfingar til sýnis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi

Folda og Guðmundur selja eign í Sigvaldahúsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna

Draumalífið hvarf á svipstundu – Missti tekjur, kærustuna og geðheilsuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri