fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fókus

„Þegar maður er 14 ára hefur maður ekki húmor fyrir því að detta fyrir framan fulla kirkju af fólki“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 17:27

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur í Akureyrarkirkju birti í dag færslu á Facebook með tíu ráðum til fermingarbarna, en fjölmörg börn og fjölskyldur þeirra eru nú farin að undirbúa þennan stóra dag í lífi þeirra barna sem kjósa að fermast í kirkju eða borgaralega.

Hildur Eir bendir réttilega á að kjósi unglingar að fermast ekki núna þá sé alltaf hægt að fermast seinna. Hún bendir einnig væntanlegum fermingarbörnum á að hafa skoðanir á þessum stóra degi og því sem honum tilheyrir. 

Mörg ráðin eru þannig að fleiri geta tileinkað sér þau, ekki aðeins væntanleg fermingarbörn.

10 ráð til fermingarbarna

1.Taktu sjálfstæða ákvörðun um að fermast, ekki gera það fyrir prestinn, ömmu, afa, mömmu og pabba, gerðu það vegna þess að þig langar til að hafa Jesú sem þinn andlega áttavita í lífinu, það er alltaf hægt að fermast seinna ef það hentar þér ekki núna.

2.Taktu þátt í undirbúningi fermingardagsins með foreldrum þínum og hafðu skoðanir á öllu sem þau bera undir þig, þannig sýnirðu þeim að þetta sé ekki sjálfsagt og að þú kunnir að meta framlag þeirra.

3.Vertu á góðum og öruggum skóm við athöfnina, þegar maður er 14 ára hefur maður ekki húmor fyrir því að detta fyrir framan fulla kirkju af fólki.

4.Farðu snemma í háttinn kvöldið fyrir stóra daginn, þegar maður er ósofinn verður maður kvíðinn og uppspenntur og allt vex manni í augum

5.Reyndu eftir fremsta megni að vera á staðnum bæði líkamlega og andlega en ekki eins og þú hafir óvart verið dreginn inn í kirkjubygginguna á síðustu stundu og sért að furða þig á þessum viðburði. Það er nefnilega þessi meðvitaða ákvörðun þín sem gerir athöfnina svo mikilvæga og fallega.

6.Ekki fá þráhyggju yfir einhverjum mistökum sem gerast í athöfninni, ef Guð fyrirliti okkur vegna mistakanna þá hefði hann aldrei gerst maður, þannig að ef það er einhvers staðar vettvangur til að gera mistök þá er það í kirkjunni.

7.Ekki bera þína veislu og gjafir saman við annarra, við eigum öll eitthvað sem aðrir eiga ekki og öfugt, samanburður og öfund er vondur staður að vera á.

8.Vertu meðal gestanna í veislunni og leggðu andrúmsloft væntumþykjunnar á minnið, þegar þú ert orðinn eldri situr það eftir þótt gjafirnar verði komnar upp á háaloft.

9.Ekki stressa þig of mikið á trúarjátningunni, hún lærist með tímanum, það eina sem þú þarft að vita núna er að Jesús elskar þig skilyrðislaust og finnst þú með öllu ómissandi í lífinu.

10.Mundu að kirkjan stendur þér alltaf opin og þú þarft ekki að framvísa afrekum né fylgjendafjölda til að eiga hjá henni skjól.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“