fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum var grein um lesendabréf liðinna tíma birt hér á vef DV, aftuhvarf til liðinna tíma þegar engir voru samfélagsmiðlarnir.

En aftur á móti voru Raddir lesenda í Dagblaðinu og Velvakandi í Morgunblaðinu til staðar fyrir hvern þann er þufti að létta á hjarta sínu um dagskrá sjónvarpsstöðvanna eða kosti/galla bjórbanns, hundabanns eða hvers þess banns sem í gildi var í denn. 

Sjá einnig: Lesendabréf voru kommentakerfi liðinna ára – „Mér finnst það í hæsta máta óeðlilegt að svona nokkuð sé borið á borð fyrir almenning”

Svo að því sé nú aftur komið rækilega á framfæri þá starfaði sú er þetta ritar við að leysa af á DV yfir sumartímann, nýskriðin yfir tvítugt, við að taka við lesendabréfum, jafnt þeir sem rituð voru (ekkert var netið, pósturinn var sóttur á morgnana) svo og símtölum.

Þremur áratugum síðar er sú lífsreynsla enn brennd í sálina enda maður ekki enn orðinn harðnaður af ,,virkum í athugasemdum“ eins og raunin er í dag. 

Svo lítum á nokkra fleiri gullmola frá lesendadálkum liðinna tíma þar sem sjá má hvað fólki lá helst á hjarta. 

Harðir aðdáendur hljósveita voru öflugir

Árni hringdi í Dagblaðið 1981: Ég vil mælast til þess við sjónvarpið að að endursýni þættina með Blondie og Wings og góðgerðarhljómleikanna sem margar hljómsveitir stóðu fyrir. Ég vil einnig taka fram að ég hef heyrt að að sjónvarpið hafi komist yfir filmu með hljómsveitinni Kiss en geti ekki sýnt hana því kosti of mikið. Er það rétt? 

-HVAÐ VARÐ UM KISS FILMUNA?

Þessar hefðu nú sómt sér vel á dansgólfum félagsmiðstöðva.

Móðir hringdi í Dagblaðið 1983: Um daginn var haldin maraþonkeppni barna og unglinga í dansi í einni af félagsmiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma og ég að margir eru mér sammála. Það er aldrei að vita nema þetta fari illa með heilsuna Keppnisandinn gerir það að verkum að börnin hætta ekki þegar líkaminn segir í rauninni stopp, og þá er voðinn vís. Ég vona bara að svona danskeppni verði ekki haldin aftur fyrir þessa aldurshópa.

-Hver sá sem enn er trámataseraður af maraþondansi í félagsmiðstöð er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við ritstjórn DV. Við viljum svo gjarnan heyra sögu þína.

H.G. hringdi í Dagblaðið 1979: Hvenær ætlar Stjörnubíó að endursýna myndin Close Encounters og Nýja bíó að endursýna myndina Omen 1? Ég vona að því verði svarað. 

-Spurt er: Var H.G. svarað? H.G. vonaði svo innilega…

DV þakkar pent fyrir sig

U2 aðdáandi skrifar í DV 1985: Mig er farið að lengja eftir að heyra lög með U2 á Rás 2. Mörgum tímum er eytt í að kynna glataða súkkilaðigæja en hljómsveitir eins og U2, Big Country, Echo and the Bunnymen, eru látnar sitja á hakanum. Sjónvarpið má líka taka þetta til sín. Fyrst það sýnir þætti með Culture Club og Duran Duran, getur það allt eins sýnt ,,Under a blood red sky, live at hte red Rock, með U2. Ég vil að lokum þakka DV fyrir grein um U2  sem birt var nýlega. PS: Starfsmenn Rásar 2? Pride (In the name of love) er ekki eina lagið sem U2 hefur gefið út. 

-DV þakkar fyrir sig, þótt seint sé. Það er gott til þess að vita að grein blaðsins um U2 var vel tekið.

Björn lét sér ekki að nægja að kalla eftir fleiri U2 lögum – hann vildi út.

Húsmóðir í Kópavogi hringdi í Morgunblaðið 1983: Í útvarpinu, rás 1, glymur nú í auglýsingatímum auglýsing um drykk, sem kallast Hi-C. Í íslenska ríkisútvarpinu er nafn drykksins borið fram á ensku og kann ég alls ekki við það. Það verður til þess að rugla málkennd barna og unglinga. 

-Hvar var málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins þegar að þörfin kallaði? Eða hreinlega æpti?

Hvar eru nú samtök kvenna?

Einn sem komst ekki skrifa í Dagblaðið 1980: Mig langar að koma þeirri ósk á framfæri að karlakórinn Fóstbræður endurtaki skemmtun þá sem haldin hefur verið um helgar undanfarið. Síðasta skemmtunin var hald sl. laugardag og var þá uppselt. Vinafólk okkar hjónanna var á þessari skemmtun og skemmti það sér konunglega við fjölbreyttan söng kórsins, kvartets, einsöngs, og fjöldasöngs. Einnig fluttu ýmsir skemmtikraftar innan kórsins ýmis gamanmál. Fóstbræður, áfram með smjörið! 

-Kór, kvartett, einsöngur, fjöldasöngur OG gamanmál í ofanálag?? Vonandi endurtóku Fóstbræður leikinn.

Af hverju stóðu konur ekki saman gegn hyrnunum? Mynd/Getty

Húsmóðir skrifar í Morgunblaðið 1967. Sú var ósátt við nýjar hyrnur Mjólkursamsölunnar og lá henni mikið á hjarta: Fyrir hönd kvenþjóðarinnar skammast ég min fyrir að við skulum hafa látið fara svona með okkur. Hvar eru nú samtök kvenna? Erum við virkilega svo miklar einstaklingshyggjukonur hér í henni Reykjavík, að við getum ekki staðið sameinaðar, í jafn einhuga máli og þetta er? Ég skora hér með á kvenfélög höfuðborgarinnar og öll önnur samfélag kvenna, að taka þetta mál á dagskrá sína, hið allra bráðasta. Gerum mjólkurinnkaupa-verkfall. 

-Jafn einhuga mál og hyrnur Mjólkursamsölunnar koma sjaldan inn á borð samtaka kvenna. Sama hvaða samtök er um að ræða. Sem er sorglegt.

Sem aftur minnir á slátrið hennar Ragnheiðar en gæði sláturs eru óháð tíma og miðlum.

Ragnheiður” hringdi í Dagblaðið 1978: „Mig langar að koma á framfæri til þeirra, sem búa til slátrið í Þykkvabænum, hvort þeir geti ekki haft slátrið betra. Það er of þykkt hjá þeim þarna fyrir austan. Hólagarður hér í Breiðholti selur slátrið frá þeim og er það ekki líft því eins gott og Sláturfélags slátrið. Mér datt svona í hug hvort þeir Þykkvabæjarmenn gætu ekki fengið uppskriftina hjá þeim þarna í Sláturfélaginu. Þegar keyptur er einn keppur á átta hundruðum krónur vill fólk hafa slátrið gott.” 

– Það er ekki nokkur leið að mótmæla Ragnheiði. Slátur er ekki slátur nema það sé gott. Útrætt mál.

Kona á Suðurnesjum skrifa í Morgunblaðið 1987: Mig langar til þess að þakka sjónvarpinu kærlega fyrir þættina ,,Sjúkrahúsið í Svartaskógi.” Mér finnast þessir þættir sérstaklega góðir og lausir við glæpi og ósóma sem er því miður allt of algengt að sjá í annars góðum þáttum. Þessi þættir eru í undurfögru umhverfi, þar sem starfa frábærir lækna, sem eru fyrst og fremst manneskjur og þora að láta sínar mannlegu hliðar sjást.. Mér finnast þessir þættir framúrskarandi góðir og ég veit að svo er um marga til viðbótar. Og ein ósk að lokum? Væri hægt ða endursýna þáttinn um Kristján Jónsson fjallaskáld? Það var stórgóður þáttur en því miður misstu ýmsir af honum af óviðráðanlegum ástæðum. 

-Og enn er þurfum við að þjást yfir glæpum og ósóma á skjánum. Og það jafnvel án undurfagurs umhverfis.

Ekki eru þetta kóróna föt sem Kaffibrúsakarlanir eru í?

Hetjan sem svaraði spurning Póstsins átti skilið orðu

Það er varla hægt að ljúka umræðum um lesendabréf án þess að minnast á hinn ágæta Póst sem var í Vikunni til margra ára. Þangað gat fólk sent inn hinar ýmsu spurningar um málefni er því lá á hjarta og svaraði Pósturinn af miklum ágætum. Hér má sjá nokkrar spurningar sem Póstinum bárust árið 1974:

Er lagið ,,Ég er kokkur á kútter frá Sandi“ um mann frá Hellissandi?

-Leika kaffibrúsakarlarnir í auglýsingunum um kóróna fötin sem sýnd er í sjónvarpinu?

-Mig langar að læra að lesa ljóð almennilega. Hvert get ég snúið mér?

-Má hver sem er heimsækja forsetann?

-Ég er fimmtán ára. Er ég að brjóta lög ef ég eignast átján ára kærasta? 

-Getur Pósturinn hjálpað mér að finna kristinn pennavin í Asíu, helst Japan eða Kína?

Þessi lestur er endalaus uppspretta skemmtunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar
Fókus
Í gær

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið
Fókus
Í gær

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“