fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hinn raunverulegi hryllingsbær að baki Silent Hill – Eldar hafa logað í Centraliu í sex áratugi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 16. mars 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bærinn Centralia í Pensilvaníufylki í Bandaríkjunum minnir mest á hryllingsmynd eða tölvuleik, bannaðan innan 16 ára. Og það með réttu. 

Fjöldi íbúa í dag? Fimm. 

Centralia hefur nefnilega staðið í ljósum logum í 60 ár. 

Centralia var litill og fallegur bær árið 1915 og framtíðin björt.

Framan af 20.öld bjuggu um 2500 í bænum og unnu næstum allir við þær 14 kolanámur sem voru við bæjarmörkin. En upp úr 1960 var flestum nánum lokað, margir misstu vinnuna og fór íbúafjöldin niður í 1000 manns. 

Svæðið í kringum Centraliu breyttist í ruslahaug þegar að bæir og borgir í nágrenninu fóru að losa þar rusl. 

Bærinn verður ruslahaugur

Bæjarstjórnin í þessum pínulitla bæ var full örvæntingar, ekki aðeins var meira en helmingur íbúa horfinn heldur var varla von á nýjum íbúum með rusl út um allt. 

Því var ákveðið að urða allt draslið og grafinn pyttur sem var 15 metrar á dýpt en breiddin á við hálfan knattspyrnuvöll, svona til öryggis.  En eftir aðeins nokkra mánuði var holan orðin full og draslið farið að breiðast út. 

Centralia er hulin reyk en samt þrjóskast síðustu íbúarnir við.

Í maí 1962 ákvað bæjarstjórnin að eina leiðin væri að brenna pyttinn. Verkefnið var vel skipulagt. Slökkvilið bæjarins afmarkaði svæðið og kveikti svo í að kvöldi 27. maí 1962. 

Um morguninn hafði allt ruslið brunnið og til öryggis var vatni helt yfir. 

En tveimur dögum síðar byrjaði aftur að loga í pyttinum og mánuði síðar bruninn enn að aukast þrátt fyrir tilraunir bæjaryfirvalda að hafa stjórn á eldinum.

Reykur og ólykt

Það var grafið allt i kringum pyttinn og í ljós kom að gömul göng voru á milli pyttsins og kolanámu sem hafði verið lokað áratugum fyrr. Höfðu göngin verið hulin rusli og slökkvilið því ekki tekið eftir þeim. 

Í gömul námunni var enn gríðarlegt magn kola að finna, nóg til að halda eldum gangandi til lengri tíma.

Hefur hann nú brunnið í 60 ár og sér ekki fyrir endann á. 

Pictures: Centralia Mine Fire, at 50, Still Burns With Meaning
Enn brennur og sér ekki fyrir endann á

Smám saman byrjaði að myndast reykjamökkur yfir bænum og kvörtuðu íbúar yfir vondri lykt sem náði að smjúga sér inn á hvert heimili og vinnustað. Mökkurinn varð sífellt meiri og sáu íbúar varla til sólar. 

Yfirvöld í fylkinu sendu eftirlitsmenn á staðinn sem sögðu að tafarlaust þyrfti að loka þeim námum sem enn væru opnar, flytja alla íbúa á brott vegna magns kolsýrings í andrúmslofti og var meira að segja þjóðvegurinn sem lá við bæinn brotinn upp og endurbyggður í öruggri fjarlægð. 

En flestir íbúar Centraliu mótmæltu flutningnum harðlega og neituðu alfarið að yfirgefa heimili sín.

Milljónir á milljónir ofan

Og þar sem ekki var hægt að neyða fólkið til flutninga var allt til reynt að slökkva eldana. Tveimur áratugum síðar, árið 1983,  höfðu hvorki meira né minna en 7 milljónir dollara farið í verkefnið.

En án árangurs og hafði eldurinn dreift úr sér frekar en hitt.

Tveimur árum áður hafði 12 ára piltur næstum látið lífið þegar jörðin opnaðist undir honum en hann náði að grípa í trjárót og dró frændi hans piltinn upp. 

Centralia er draugabær.

Þeir íbúar sem eftir voru gerðu ekki mikið úr hlutunum, sögðu að kolamengun hefði fylgt þeim alla ævi. Þeir hefðu lært að lifa með reyknum, hitanum og fýlunni og í viðtölum við fjölmiðla sögðust þeir reyna að sjá það jákvæða, til dæmis væri unnt að rækta tómata úti í garði um hávetur, þeir þyrftu aldrei að kynda húsin og snjómokstur væri úr sögunni. 

En eitrunin fór sífellt að segja meira til sín eftir því sem jarðvegurinn undir heimilum íbúa brann meira. Það fór að líða yfir íbúa, blóm, tré og annar gróður var svo að segja horfinn og tómataræktunin stóð stutt yfir.  

Gangstéttir og götur voru einnig molnaðar og sást glitta í eldinn þar undir. 

Yfirvöld gefast upp

Yfirvöld gáfust formlega upp við slökkvistarfið árið 1984 og bauð íbúum 42 milljónir dollara til kaups á bænum. Átti að rífa niður allar byggingar og koma íbúum fyrir á nýjum heimilum, á öruggari stað. 

Túristar í Centraliu.

Flestir tóku boðinu en fámennur hópur neitaði að flytja og skipti bænum niður í tvær fylkingar sem rifust hatrammlega. Næstu tíu ár fóru í rifrildi og málaferli og bæjarblaðið tók meira að segja upp á því að birta vikulega hver hefði yfirgefi bæinn og hver fjöldi bæjarbúa væri akkúrat þann daginn. 

Árið 1993 voru aðeins 63 íbúar eftir, nóg til þess að ekki var unnt að eyða bænum, og neituðu þeir með öllu að færa sig um fet þrátt fyrir að lífið væri svo að segja orðið óbærilegt i Centraliu. 

Fylkið hafði þá yfirtekið bæinn og áttu íbúar tæknilega ekki lengur hús sín heldur töldust vera hústökufólk. En samt sem áður neituðu þeir að yfirgefa heimili sín. 

Árið 2013 voru íbúar aðeins tíu talsins.

Ótrúleg þrjóska

En þessir tíu voru þrjóskari en allt er og fór í mál gegn fylkingu sem þau unnu.  Var Pensilvaníufylki dæmt til að skila húsnæði þeirra og lofa að íbúar yrðu látnir í friði til dauðadags.

Aðeins þegar að síðasti íbúi Centraliu félli frá mætti eyða bænum. 

Hin raunverulega kirkja í Centraliu er til vinstri en sú til hægri er úr tölvuleiknum Silent Hill.

Síðustu tölur, frá 2021, segja íbúa Centraliu vera komna niður í fimm. 

En þessir fimm hafa að öllum líkindum nóg að gera því að Centralia er í dag vinsæll viðkomustaður ferðamanna auk þess sem bærinn og umhverfi hans er reglulega notað til töku kvikmynda.

Yfirgefin húsin, sundursprungar göturnar og eldglæringarnar eru sem draumur leikstjórans þegar kemur að gerð kvikmynda. 

Og þá fyrst og fremst hryllingsmynda auk þess sem bærinn hefur verið notaður sem fyrirmynd í tölvuleikjum, sérstaklega hinum gríðarlega vinsælu Silent Hill, en bærinn í leikjunum, svo og kvikmyndunum sem eftir fylgdu er svo að segja algjör eftirmynd Centraliu.

En kannski væri betra að flýta sér, hygggist fólk heimsækja Centraliu, því að því kemur væntanlega fljótlega að að síðasti íbúinn hverfi á braut og þar með draugabærinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“