fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Framtíð Jeremy Renner í Hollywood í uppnámi eftir slysið – Lærir nú að ganga upp á nýtt

Fókus
Fimmtudaginn 16. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jeremy Renner lenti í hrottalegu slysi á nýársdag þegar snjóbíll rann yfir hann. Í slysinu brotnuðu rúmlega 30 bein og hann missti mikið blóð.

Nú greinir DailyMail frá því að framtíð Renner í Hollywood sé nú í uppnámi, en samkvæmt heimildarmönnum líti Renner svo á að ferill hann sé ekki lengur forgangsatriði í lífinu.

„Þó hann elski enn að leika þá er Hollywood ekki í forgangi hjá honum lengur“

Heimildarmaðurinn, sem er sagður hafa nýlega varið tíma með Rennar, segir að Renner trúi því að hann hafi lifað til að geta notað rödd sína og vettvang til að gera heiminn betri.

„Hann er mjög stoltur af því sem hann hefur gert, en þessar aðstæður hafa sýnt honum að það er svo mikið meira sem hann gæti verið að gera til að hjálpa öðrum.“

Renner er ekki lengur á sjúkrahúsi heldur er kominn aftur heim til sín í Los Angeles. Þar einbeitir hann sér að því að gróa sára sinna.

Heimildarmaðurinn segir að móðir RennerValerie, hafi verið honum ómetanlegur stuðningur og varla vikið frá honum.

„Mamma hans er með honum flestar helgar og líka dóttir hans Ava. Hann einbeitir sér nú bara að batanum og er í endurhæfingu til að læra að ganga aftur. Jeremy veit að hann er mjög heppinn að vera á lífi. Hver dagur er betri en sá fyrri og hann er klárlega að taka framförum, en þær eru þó hægar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti verður með Þjóðhátíðarlagið í ár

Emmsjé Gauti verður með Þjóðhátíðarlagið í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau hlutu íslensku hljóðbókaverðlaunin

Þau hlutu íslensku hljóðbókaverðlaunin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Furðusagan af því hvernig Pepsi varð eigandi að sjötta stærsta herflota í heimi

Furðusagan af því hvernig Pepsi varð eigandi að sjötta stærsta herflota í heimi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi“

„Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir viðtal Ellen DeGeneres við Taylor Swift – „Hún er bókstaflega að grátbiðja hana um að hætta“

Gagnrýnir viðtal Ellen DeGeneres við Taylor Swift – „Hún er bókstaflega að grátbiðja hana um að hætta“