fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fókus

Skrifaði grein um reynslu sína af skiptinámi og setti allt á hliðina – „Þetta hefði aldrei átt að vera birt“

Fókus
Miðvikudaginn 15. mars 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stacia Datskovska er nemandi við háskólann í New York í blaðamennsku og alþjóðasamskiptum. Í námi hennar var skylda að taka eina önn í skiptinám og ákvað Stacia að velja Ítalíu og skrifaði svo um reynslu sína í pistli sem hún fékk birtan hjá Insider. Líklega hefur Staciu ekki órað fyrir viðbrögðunum sem þessi litli pistill átti eftir að fá, en hann hefur vakið gífurlega athygli og hefur miðillinn Insider fengið yfir sig harða gagnrýni fyrir að hafa birt pistil sem þennan sem fyrirséð var að myndi kalla hatur og netníð yfir höfundinn.

Sjá einnig: Skiptineminn sem skrifaði greinina sem „hefði aldrei átt að vera birt“ stígur fram – Þetta hafði hún að segja um storminn á samfélagsmiðlum

Staciu fannst vægast sagt leiðinlegt í skiptinámi sínu. Hún hafi þurft að deila íbúð með sjö öðrum stúlkum sem einnig voru skiptinemar frá Ameríku. Fannst henni það fyrst spennandi tilhugsun.

„Ég ímyndaði mér skemmtileg pálínuboð með herbergisfélögunum, sumarást með manneskjum sem kölluðu mig „bella“ gelato ís sem lak niður fingur mínar í hitanum og náttúruvín sem áttu einstaklega vel við góðar samræður og enn betri prosciutto skinku.“

Raunin hafi þó verið önnur. Herbergisfélagarnir hafi varið frítíma sínum í að ferðast til annarra Evrópuríkja, enda ódýrir flugmiðar í boði. Hún hafi því mikið verið ein og fór það í taugarnar á henni að enginn í skiptináminu væri með sömu áherslur og hún. Henni þóttu Ítalirnir líka dónalegir. Hún hafi búist við því að henni yrði tekið opnum örmum en fremur upplifði hún að vera litin hornauga og að Ítalir væru almennt lítið hrifnir af skiptinemum.

Hún hafi líka svekkt sig á því að lífið heima í New York héldi áfram án hennar og fannst henni tíma sínum sóað á Ítalíu.

„Allt þetta ætti þó ekki að ráða nemendum frá því að fara til Flórens. Tilfinningar mínar lýsa ekki reynslu allra háskólanema, en hins vegar get ég ekki verið sú eina sem fannst skiptinám erlendis vera martröð.“

Segja má að greinin hafi vakið hörð viðbrögð. Var Staica gagnrýnd fyrir forréttindablindu. Ekki sé á færi allra að fara út í skiptinám og í stað þess að vera þakklát hafi hún greinilega fengið menningarsjokk að komast að því að Ítalía sé ekki eins og landinu sé lýst í amerískum bíómyndum.

Aðrir bentu á að hér hefði Insider klárlega ritskoðað greinina og klippt hana saman með óheppilegum hætti. Greinin hefði aldrei átt að fara í birtingu með þessum hætti enda væri fyrirséð að hún myndi kalla hatur yfir Staciu, sem hafi líklega ekki sjálf áttað sig á því hvernig greininni yrði tekið. Þarna hafi Insider gerst sekur um að fórna Staciu fyrir smellina.

Ein kona tók þó undir með Staciu. Amanda Knox skrifaði á Twitter: „Stúlka, hvað ertu að tala um? Það er frábært að læra erlendis.“

Fyrir þá sem ekki muna þá var Amanda Know skiptinemi á Ítalíu þegar hún var ranglega sakfelld fyrir að hafa myrt herbergisfélaga sinn, Meredith Kercher. Amanda varði næstum fjórum árum í ítölsku fangelsi þar til hún var sýknuð af Hæstarétt Ítalíu.

Amanda var tekin af lífi af fjölmiðlum á meðan mál hennar var fyrir dómstólum þar sem henni var lýst sem skrímsli.

„Ég var ekki saklaus þar til sekt var sönnuð. Ég var útsmogin, útúrdópuð hóra og það voru engin rök fyrir þessu uppnefni en það vakti ímyndunarafl fólksins,“ sagði hún í samtali við Guardian á sínum tíma. Hún hefur bent á að hinn raunverulegi morðingi hafi svo verið sakfelldur en varla þekki nokkur manneskja nafn hans, Rudy Guede. Enda hafi öll áhersla fjölmiðla verið á henni.

Stacia virðist ekki hafa tjáð sig um viðbrögðin við grein hennar, en hún hefur þó læst bæði Twitter og Instagram aðgangi sínum, eftir að hafa þó reynt að bregðast við einhverju af því skæða netníði sem hefur verið beint í átt hennar undanfarna daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“
Fókus
Í gær

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti
Fókus
Í gær

Jenný glímir enn við afleiðingar hryllilegs bílslyss í Hvalfirði – Keppir í dag í vaxtarrækt og hjálpar einstaklingum og dýrum: „Sérfræðingarnir sáu um að halda lífi í henni með tækjum og tólum“

Jenný glímir enn við afleiðingar hryllilegs bílslyss í Hvalfirði – Keppir í dag í vaxtarrækt og hjálpar einstaklingum og dýrum: „Sérfræðingarnir sáu um að halda lífi í henni með tækjum og tólum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mörgum finnst erfitt þegar þeir uppgötva að þeir séu hlekkur í langri keðju áfalla, meðvirkni eða ofbeldis“

„Mörgum finnst erfitt þegar þeir uppgötva að þeir séu hlekkur í langri keðju áfalla, meðvirkni eða ofbeldis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumastarfið auglýst? Rík hjón auglýsa eftir kattapassara

Draumastarfið auglýst? Rík hjón auglýsa eftir kattapassara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skiptineminn sem skrifaði greinina sem „hefði aldrei átt að vera birt“ stígur fram – Þetta hafði hún að segja um storminn á samfélagsmiðlum

Skiptineminn sem skrifaði greinina sem „hefði aldrei átt að vera birt“ stígur fram – Þetta hafði hún að segja um storminn á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Geggjað að gubba blóði yfir Harrison Ford

Geggjað að gubba blóði yfir Harrison Ford
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lady Gaga hljóp til að hjálpa ljósmyndara – Nú er hann harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína

Lady Gaga hljóp til að hjálpa ljósmyndara – Nú er hann harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nína var fórnarlamb nýrrar tegundar óhugnanlegs netsvindls sem herjar á Íslendinga – „Þar inni voru klámmyndbönd undir mínu nafni“

Nína var fórnarlamb nýrrar tegundar óhugnanlegs netsvindls sem herjar á Íslendinga – „Þar inni voru klámmyndbönd undir mínu nafni“