fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Kynnti kærastann fyrir frænku sinni – Fann síðan grunsamlegar myndir í símanum hans

Fókus
Miðvikudaginn 15. mars 2023 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er viss um að kærastinn minn er að sofa hjá frænku minni.“

Svona hefst bréf konu til Dear Deidre, vinsæla kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

Konan er 35 ára og kærasti hennar 37 ára. Þau hafa verið saman í sjö ár og eiga tvö börn saman. Frænka hennar er 29 ára og áður en frænkan flutti í sömu borg og þau, Manchester, þekkti hún hana lítið sem ekkert.

„Mér líður eins og algjörum bjána fyrir að hafa hleypt henni svona nálægt okkur,“ segir konan.

„Fjölskylda mín er að sunnan þannig ég þekkti hana lítið sem ekkert þegar hún flutti hingað en ég bauðst til að hjálpa henni að koma sér fyrir. Ég og kærasti minn hjálpuðum henni að flytja og sýndum henni borgina.“

Konan segir að börnin þeirra hafi verið spennt að hitta nýjan fjölskyldumeðlim og allt gekk vel. Þar til eitt kvöldið þar sem þau þrjú ætluðu að hittast en barnapían mætti ekki.

„Ég var þá heima með börnin en stakk upp á því að hann myndi fara að hitta hana án mín. En hann kom ekki heim fyrr en snemma næsta morgun. Næsta dag sá ég skilaboð á símanum hans frá frænku minni þar sem hún spurði hvort hann væri til að hitta hana aftur, bara þau tvö, til að „hafa meira gaman.““

Konan segir að hún hafi talað við kærasta sinn um skilaboðin. „Hann sagði að þau hefðu farið á skemmtistað en sagði að ekkert líkamlegt hafi gerst á milli þeirra. Ég var miður mín og hafði mínar grunsemdir. Hann vill alltaf stunda mikið kynlíf um helgar en þessa helgi snerti hann mig ekki. Síðan fann ég myndirnar,“ segir hún.

„Þetta voru myndir úr fókus á símanum hans frá umræddu kvöldi. Á nokkrum þeirra voru þau mjög óviðeigandi og á einni þeirra var hönd hennar á klofinu hans.

Ég bað hann um að hafa ekki samband við hana nema ég sé á staðnum og hann samþykkti, en í gær sá ég að hann hafi talað við hana í síma en hann sagði að hann hafði hringt óvart í hana.“

Að lokum spyr konan: „Hvernig get ég treyst maka sem hefur haldið framhjá mér?“

Deidre svarar og gefur konunni ráð

„Kærasti þinn hefur viðurkennt að hafa látið eins og hálfviti og var örugglega ánægður með að fá athygli frá yngri konu. Þú hefur verið svikin, ekki aðeins af honum heldur líka frænku þinni. Fólki sem þú átt að geta treyst,“ segir hún.

„Það getur verið erfitt að endurbyggja traust og það er verkefni fyrir ykkur bæði. Byrjaðu á því að segja honum að hann þarf að vera hreinskilinn um það sem gerðist þetta kvöld og þarf að sýna iðrun. Þið þurfið bæði að vera tilbúin að vinna í sambandinu ykkar, sérstaklega fyrir börnin ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Furðusagan af því hvernig Pepsi varð eigandi að sjötta stærsta herflota í heimi

Furðusagan af því hvernig Pepsi varð eigandi að sjötta stærsta herflota í heimi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir viðtal Ellen DeGeneres við Taylor Swift – „Hún er bókstaflega að grátbiðja hana um að hætta“

Gagnrýnir viðtal Ellen DeGeneres við Taylor Swift – „Hún er bókstaflega að grátbiðja hana um að hætta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna