fbpx
Þriðjudagur 21.mars 2023
Fókus

Katy Perry gagnrýnd fyrir „dónalega“ framgöngu við keppanda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 12:29

Skjáskot/American Idol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Katy Perry er sökuð um dónaskap við keppanda í American Idol. Katy er dómari í þáttunum ásamt Luke Bryan og Lionel Richie.

Aðdáendur þáttanna gagnrýna Katy harðlega fyrir framgöngu hennar gagnvart keppandanum Söru Beth Liebe.

Sara er 25 ára þriggja barna móðir frá Kaliforníu. Í áheyrnarprufunni viðurkenndi hún að hún væri reynslulítil í tónlistarbransanum og væri aðeins vön að syngja í kirkjukórnum og stundum í karíókí.

Katy kom með athugasemd, sem mörgum þótti óviðeigandi, varðandi fjölda barna sem Sara ætti þrátt fyrir ungan aldur hennar.

Sara var mjög taugaóstyrk í prufunni og þegar Katy spurði hana hvort þetta – American Idol – væri draumur hennar sagði hún frekar stressuð: „Uu.“

Og þá sagði Katy: „Ef þetta er ekki draumurinn þinn, þá þarftu að fara því það eru aðrir með drauma á eftir þér.“

Það var meira varðandi hegðun Katy gagnvart keppandanum sem áhorfendur hafa gagnrýnt. Eins og að dómarinn hafi stoppað keppandann í miðju lagi og látið hana syngja annað lag.

„Ömurlegt af Katy Perry að gera lítið úr Söru Beth fyrir að vera ung móðir, að gefa í skyn að hún hefur verið „liggjandi á borðinu of mikið“ því hún á þrjú börn og er 25 ára. Það ætti að fagna ungri móður að elta drauminn frekar en að gera lítið úr henni,“ sagði einn netverji.

„Ég er alls ekki ánægð með hvernig Katy Perry kom fram við Söru Beth í American Idol […] Þeir leyfðu Katy Perry að gera lítið úr þessari konu fyrir framan alþjóð, áður en hún byrjaði að syngja. Svo ljótt,“ sagði annar.

Þú getur horft á áheyrnarprufuna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sexton fjölskyldan var eins og skelfilegur sértrúarsöfnuður – Heilaþvoði og misþymdi öllum tólf börnum sínum og átti enn fleiri börn með dætrunum

Sexton fjölskyldan var eins og skelfilegur sértrúarsöfnuður – Heilaþvoði og misþymdi öllum tólf börnum sínum og átti enn fleiri börn með dætrunum
Fókus
Í gær

Hödd og Saga Ýrr fórnarlömb netsvindls – „Sameiginlegan Instagram account og OnlyFans síðu“

Hödd og Saga Ýrr fórnarlömb netsvindls – „Sameiginlegan Instagram account og OnlyFans síðu“
Fókus
Í gær

Ásdís Rán landar draumahlutverkinu

Ásdís Rán landar draumahlutverkinu
Fókus
Í gær

Hjartnæmt myndband frá afmæli Bruce Willis – Talar opinberlega í fyrsta sinn frá greiningu

Hjartnæmt myndband frá afmæli Bruce Willis – Talar opinberlega í fyrsta sinn frá greiningu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“

Fleiri gullmolar úr lesendabréfum dagblaðanna – „Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti

Hún var aðeins fimmtán ára – Mary þáði far hjá manni sem hjó af henni hendurnar, nauðgaði og henti fram af kletti