fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Elenora Rós flytur til London í draumastarfið – „HÚRRA fyrir draumum sem rætast “

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elenora Rós Georgesdóttir bakari flytur til London í Bretlandi á næstunni og verður yfirbakari í nýju bakaríi hjá Buns From Home, þekktu bakaríi sem er á nokkrum stöðum í stórborginni.

„Eitt stærsta, þekktasta og flottasta bakarí í London er að stækka og vantar yfirbakara fyrir bakaríið sem opnar á næstu vikum/mánuðum, ykkar eina sanna fékk símtal fyrir um 10 dögum þar sem henni bauðst tækifærið, nei sko mér líður ennþá eins og ég sé í einhverjum draumi,“ segir Elenora í færslu á Instagram.

Fimm dögum eftir að hún fékk símtalið var hún flogin í sólarhringsferð heim til London og viku eftir fyrsta símtal voru allir samningar komnir í hendur. Elenora segir að hún sé að gera London að framtíðarheimili sínu auk þess sem hún verður hluti af flottasta teyminu og besta fyrirtækinu eftir viðburðarríkt ár frá bakstri.

„Ég hef verið stærsti aðdáandinn að bakaríinu og fastakúnni í öllum ferðunum mínum. Núna ætla ég að verða ein af þeim og Nora sem sat í sólinni síðasta sumar að smakka fyrsta snúðinn sinn frá Buns from Home hefði aldrei trúað að í dag væri hún komin með breskt símanúmer, íbúð í LONDON og samning í hendurnar – sh*t hvað þetta er galið en geggjað allt á sama tíma.

Ég er að springa úr tilfinningum, stolti og þakklæti. Skál fyrir komandi tímum og HIPP HIPP HÚRRA fyrir draumum sem rætast, stærra en manni þorði að leyfa sér að dreyma um.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Í gær

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“
FókusMatur
Fyrir 2 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“