fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fókus

Dagbjört varar við blekkingum á Tinder

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 11:33

Dagbjört Rúriks. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir, eða DÍA eins og hún er kölluð, varar fólk við óprúttnum aðila sem er að nota myndir af henni til að blekkja fólk og spila á tilfinningar fólks. Hún segir að ef einhver er að tala við „hana“ á stefnumótaforriti þá er það ekki hún.

„Það var stelpa sem hafði samband við mig í gær sem sá svo kölluðu Chloé á stefnumótasíðu,“ segir Dagbjört í samtali við DV.

Óprúttinn aðili að nota myndir Dagbjartar á Tinder.Skjáskot/Tinder

„Þetta var ekki fyrsta manneskjan sem hefur haft samband við mig og bendir mér á að einhver sé að nota mínar myndir eða þykjast vera ég. Það hafa verið gerðir gerviprófílar á Instagram þar sem einhver þykist vera ég og ég hef einnig fengið ábendingar um aðra aðganga á Tinder. Svo var líka eitthvað verið að tala um OnlyFans, en á þessum gerviprófíl stóð að ég væri með OnlyFans-síðu. Sem er náttúrulega bara bull, ég hef aldrei verið með OnlyFans,“ segir hún.

Dagbjört Rúriksdóttir. Aðsend mynd.

Dagbjört ítrekar að hún sé ekki manneskjan sem fólk er að tala við á Tinder.

„Ég er með aðgang á Tinder en hef hvorki notað hann lengi né verið með forritið í símanum,“ segir hún.

„Manneskjan sem hafði samband við mig hafði verið alvarlega blekkt um langt skeið, ásamt öðru fólki, og það er ekki fallega gert.“

„Ef einhver sem stundar þetta er að lesa þetta, þá vil ég bara segja að þetta er alls ekki svalt. Þetta gæti gefið þér tímabundna spennu og æsing og falska sjálfsöryggistilfinningu. En þú munt enda með að vera ennþá meira einmana en áður. Vertu frekar þú sjálf/ur og náðu alvöru tengingu við aðra manneskju.“

Fylgstu með Dagbjörtu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þakti heimili sitt með eigin kroti

Þakti heimili sitt með eigin kroti
Fókus
Í gær

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“