fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Dagbjört varar við blekkingum á Tinder

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 11:33

Dagbjört Rúriks. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir, eða DÍA eins og hún er kölluð, varar fólk við óprúttnum aðila sem er að nota myndir af henni til að blekkja fólk og spila á tilfinningar fólks. Hún segir að ef einhver er að tala við „hana“ á stefnumótaforriti þá er það ekki hún.

„Það var stelpa sem hafði samband við mig í gær sem sá svo kölluðu Chloé á stefnumótasíðu,“ segir Dagbjört í samtali við DV.

Óprúttinn aðili að nota myndir Dagbjartar á Tinder.Skjáskot/Tinder

„Þetta var ekki fyrsta manneskjan sem hefur haft samband við mig og bendir mér á að einhver sé að nota mínar myndir eða þykjast vera ég. Það hafa verið gerðir gerviprófílar á Instagram þar sem einhver þykist vera ég og ég hef einnig fengið ábendingar um aðra aðganga á Tinder. Svo var líka eitthvað verið að tala um OnlyFans, en á þessum gerviprófíl stóð að ég væri með OnlyFans-síðu. Sem er náttúrulega bara bull, ég hef aldrei verið með OnlyFans,“ segir hún.

Dagbjört Rúriksdóttir. Aðsend mynd.

Dagbjört ítrekar að hún sé ekki manneskjan sem fólk er að tala við á Tinder.

„Ég er með aðgang á Tinder en hef hvorki notað hann lengi né verið með forritið í símanum,“ segir hún.

„Manneskjan sem hafði samband við mig hafði verið alvarlega blekkt um langt skeið, ásamt öðru fólki, og það er ekki fallega gert.“

„Ef einhver sem stundar þetta er að lesa þetta, þá vil ég bara segja að þetta er alls ekki svalt. Þetta gæti gefið þér tímabundna spennu og æsing og falska sjálfsöryggistilfinningu. En þú munt enda með að vera ennþá meira einmana en áður. Vertu frekar þú sjálf/ur og náðu alvöru tengingu við aðra manneskju.“

Fylgstu með Dagbjörtu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“