fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Brooklyn-íbúð Bjarkar seld á 768 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 12:55

Björk Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Björk seldi þakíbúð sína í Brooklyn í New York fyrir sex milljónir dollara, eða um 768 milljónir í íslenskum krónum þegar kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra. 

Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Íbúðin fór fyrst í sölu í september árið 2018 og vildi Björk þá fá níu milljónir dollara, sem samsvarar um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma. Þakíbúðin er um 280 fermetrar, en Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti eignarhlut Barney í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt