fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Akureyringar skóla borgarstjórn Reykjavíkur til í snjómokstri

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 14:30

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þátturinn er studdur af norðlenskum einstaklingum og fyrirtækjum sem bera hag almúgans í Reykjavík fyrir brjósti og er ætlað að vera leiðarvísir fyrir borgarstjórn Reykjavíkur til aukningar lífsgæða meðbræðra vorra og systra í höfuðborginni,“ segir í upphafi myndbands á YouTube-rásinni Akureyri.

Borið er saman verklag á snjómokstri á Akureyri og í höfuðborginni, eða eins og segir í lýsingu: „Þegar Reykjavíkurborg skrifaði ástand snjómoksturs á verktaka sem mættu ekki þá kom mér til hugar að veita sérfræðiaðstoð að norðan, og hér er hún á norðlensku. Auðvitað eru hlutirnir ekki fullkomnir hér nyrðra en bærinn má eiga það skuldlaust að nota oft á tíðum afskaplega góða verktaka sem gera snjómokstri góð skil, og mæta flestir þegar kallið kemur sem er býsna stórt atriði. En umræða borgarinnar um „stýrifyndi“ til lausnar vandanum í sjónvarpi fyrir skemmstu er kannsi ekki alveg lausnin og skrifræði mokar jú ekki snjó, þó ríkur vilji sé til þess syðra.“

Mismunandi aðferðafræði hefur áhrif á afköst og gæði snjómoksturs og vellíðan borgarbúa. „Þegar starfsmenn bæjarins hafa ekki undan með einu búnaði þá er siðs að nota talsímann og hafa samband við verktaka. Hann mætir svo þegar kallið kemur með umsaminn búnað og mannafla og hefst handa. Verktakar syðra virðist hins vegar snúa sér við í rúminu og halda áfram að sofa þegar borgin hringir.“

Því næst kemur kennsla um hvernig halda eigi á símanum þegar hringt er og málfar. Segir ennfremur að beinskeytt nálgun hafi reynst norðanmönnum vel og verktakar geti ekki beðið eftir að fá kallið því um leið séu þeir að moka inn pening. Hindranir séu lifibrauð Akureyringa.

Sýnd eru dæmi um snjómokstur fyrir norðan og sunnan. „Hér er dæmi um reykvískt snjómoksturtæki sem gengur aðeins á umhverfisvænni afgangsolíu úr mötuneyti ráðhússins og hér er ekkert að gerast. Norðlenskur eldri borgari gæti gert betur með góðri skóflu.

Snjór mokar sér ekki sjálfur og tilraunir til að tala hann af götunum með fundahöldum hafa ekki skilað árangri.“

Mynd: Skjáskot YouTube
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar