fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hvort þú sérð köttinn fara upp eða niður stigann segir ýmislegt um persónuleika þinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 30. desember 2023 09:30

Er kötturinn að fara upp eða niður?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig þú skynjar sjónhverfingu getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn, hvort þú sért bjartsýn eða svartsýn týpa.

The Minds Journal deildi sjónhverfingunni, sem er svarthvít mynd af ketti. Annað hvort sérðu köttinn vera að fara niður stiga eða upp stiga, og segir það ýmislegt um hvernig augum þú lítur á lífið.

Ef þú sérð köttinn fara upp stiga

Ef þér finnst eins og þú standir efst í stiganum og kötturinn sé að koma upp, þá eru líkur á því að þú sért bjartsýn og jákvæð manneskja samkvæmt The Minds Journal.

„Þú sérð möguleika til að þroskast,  hvert sem þú lítur. Þú hefur æft þig í því að standa bein og bera höfuðið hátt, þannig þegar þú færð tækifæri til að vera meiri maður, fremur en að leggjast niður á sama plan og einhver annar, þá velurðu að vera betri manneskja. Þú ert augljóslega metnaðarfullur einstaklingur og það getur enginn, nema þú sjálfur, komið í veg fyrir að þú náir langt.“

Ef þú sérð köttinn fara niður stiga

Þú ert svartsýnn efasemdarmaður ef þú sérð köttinn vera að fara niður stigann.

„Þetta gæti verið byggt á fyrri reynslu þinni í lífinu eða kannski bara hvers konar fólki þú hefur kynnst í gegnum tíðina, en það hefur orðið til þess að sýn þín á lífið hallar meira í neikvæðu áttina,“ kemur fram í The Minds Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu