Vinir hennar hafa nú stigið fram og lýst hræðilegu ofbeldi sem Sophie þurfti að þola mánuðina fyrir fráfall hennar og segja lögregluna hafa brugðist henni.
Banamein Sophie liggur ekki fyrir. Hún skildi eftir sig barn.
Vinir hennar segja að Oliver hafi beitt Sophie hryllilegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þeir segja að hann hafi stungið hana, lamið hana, stolið síma hennar og peningum og komið í veg fyrir að hún gæti leitað sér nauðsynlegrar læknisaðstoðar.
Vinirnir segja einnig að þegar þeir leituðu til yfirvalda hefðu lögregluþjónarnir ekki tekið þeim alvarlega því Sophie var klámstjarna og stór hluti þeirra sem fór með málið til lögreglu eru einnig kynlífsverkamenn.
Oliver á að hafa farið með Sophie um Bretland í húsbíl og neytt hana til að selja líkama sinn. Hann laug því nokkrum sinnum að hún væri látin, nú síðast í september 2023, og óskaði eftir fjárhagsstuðning frá aðdáendum hennar.
The Sun greinir frá málinu og segist hafa undir höndum myndir af áverkum Sophie sem eru of hrottalegar til að birta. Á einni myndinni er fótleggur Sophie alblóðugur og djúpt tólf sentímetra sár fyrir ofan vinstra hné hennar.
Hún á að hafa sent vini sínum myndina í ágúst og skrifað með: „Þetta gerði hann mér í kvöld, skar mig aftur. Veistu, ég er búin að fá nóg. Hann skar mig með Stanley hníf.“
Hún sendi öðrum vin myndir af andliti sínu sem var illa farið eftir hnífaárás Oliver. „Ég veit ekki hvað ég á að gera, sjáðu skurðina á andlitinu mínu. Ég mun aldrei losna við þá,“ skrifaði hún með myndinni.
Einn vinur hennar sagði við The Sun: „Það var hópur af okkur að reyna að gera allt sem við gátum til að koma Sophie úr þessum aðstæðum, en Oliver var stjórnsamur og lúmskur. Hann tók símann af henni svo hún gæti ekki talað við neinn.“
Vinir hennar segja að Oliver hafi ferðast með hana í húsbílnum og haldið henni frá fólki sem gæti hjálpað henni. Hann hafi séð um að bóka hana á viðburði og mætti sjálfur á þá ef hún var ekki í standi til að mæta vegna áverka eftir ofbeldi Oliver.
„Hann fór inn á samfélagsmiðlana hennar og þóttist vera hún og birti fullt af trans fóbískum færslum, en hún var mikill stuðningsmaður trans réttinda. Hann var öfundsjúkur því allir elskuðu hana. Hún var hrædd en henni leið eins og það væri engin leið út, að enginn myndi hlusta á hana,“ segir einn vinur hennar.
„Síðast þegar við sáum hana var hún horuð eins og beinagrind og andlega ónýt.“
Vinirnir höfðu fyrst samband við lögreglu í september og tilkynntu ofbeldið á þremur mismunandi lögreglustöðvum. Oliver var handtekinn þann 11. september en var sleppt seinna sama dag.
Áhyggjufullu vinirnir höfðu aftur samband við lögregluna og þann 6. október sendu þeir lögreglunni í Thames Valley fullt af sönnunargögnum, meðal annars skjáskot af skilaboðum og myndir af áverkum Sophie.
En samkvæmt The Sun virðist lögreglan ekki hafa aðhafst meira í málinu. Þann 15. nóvember fannst Oliver látinn á hótelherbergi og er andlát hans talið tengjast fíkniefnum með einhverjum hætti.
Sophie lést tveimur vikum síðar. Vinir hennar segja yfirvöld hafa brugðist henni.
„Við teljum lögregluna ekki hafa tekið okkur alvarlega vegna starfs okkar í kynlífsiðnaðinum og vegna þess að Sophie var líka starfandi í bransanum. Lögreglan þarf að endurskoða meðferð þeirra á kynlífsverkafólki,“ sagði einn vinur þeirra.
„Sophie var augljóslega á slæmum stað og lögreglan hefði átt að skoða sönnunargögnin og vitnisburð okkar um ofbeldi, hún hefði þá fengið hjálp og Oliver hefði ekki gengið laus um til að beita hana frekari ofbeldi.“
Ævi Sophie var ekki alltaf dans á rósum og varð hún fyrir grófri kynferðislegri misnotkun sem barn. Hún leiddist snemma út í neyslu eiturlyfja og áfengis og hóf feril sinn í klámmyndum árið 2017 þar sem hún naut talsverðra vinsælda.
Oliver þótti afar efnilegur knattspyrnumaður á sínum yngri árum. Kom hann upp í gegnum unglingastarf Crystal Palace sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Hann sneri sér síðar að klámbransanum eftir að hafa setið af sér fangelsisdóm.