fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tveggja ára leyndarmál á leið upp á yfirborðið – „Stjúpbróðir minn er kærasti minn“

Fókus
Föstudaginn 29. desember 2023 12:44

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður allt vitlaust þegar fjölskyldan kemst að því hverjum ég hef verið að sofa hjá. Stjúpbróðir minn er kærasti minn.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Ég hef haldið þessu leyndu eins lengi og ég get en mamma og pabbi eru svo forvitin og vilja vita hver dularfulli kærasti minn er. Mér líður eins og það sé kominn tími til að vera heiðarleg og segja þeim að við séum í alvarlegu sambandi.

Enginn veit en við höfum verið saman síðastliðin tvö ár.

Þetta byrjaði á því að við vorum heima að horfa á mynd og foreldrar okkar voru farnir að sofa. Ég fann hann koma nær mér til að kúra og nokkrum mínútum seinna vorum við farin á fullt. Síðan þá höfum við verið saman. Á næturnar læðumst við inn til hvors annars en pössum okkur að læðast út aftur áður en foreldrar okkar vakna. 

Foreldrar mínir skildu fyrir fimm árum og mamma hitti stjúppabba minn ári seinna. Ég varð hrifin af stjúpbróður mínum um leið og ég sá hann fyrst. Hann er hljóðlátur en gáfaður og ákveðinn.

Ég er 20 ára og hann er 22 ára. Okkur hefur alltaf komið vel saman.“

Konan býr enn heima hjá foreldrum þeirra en hann er núna í heimavist hjá háskólanum.

„Ég heimsæki hann flestar helgar og hann reynir að koma eins oft og hann getur.

Það er svo erfitt að halda þessu leyndu og við eigum erfitt með að snerta ekki hvort annað í kringum fjölskylduna. Mig langar að segja öllum frá okkur því sambandið er alvarlegt. Ég veit að þau verða ekki ánægð en það eru engin lög gegn því að deita stjúpbróður þinn.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þar sem þið eruð ekki blóðtengd þá er ekkert ólöglegt við þetta. En vertu viss um að hann vilji líka opinbera samband ykkar áður en þú segir öllum.

Það kæmi mér ekki á óvart ef foreldrum ykkar grunar eitthvað. En ef þau hafa enga hugmynd þá munu þessar fréttir breyta dýnamíkinni heima hjá ykkur.

Þetta verður kannski stórt sjokk fyrir fjölskyldu ykkar, gefið þeim tíma til að melta þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone