Travis er giftur raunveruleikastjörnunni Kourtney Kardashian.
Alabama er vinsæl á samfélagsmiðlum og sýndi hvað hún fékk í jólagjöf á Instagram.
„Ég elska þig!“ skrifaði hún í Story á Instagram með myndbandi af bílunum í innkeyrslunni heima hjá þeim.
Um er að ræða 2024 árgerðina af Mercedes Benz G-Wagon, og kostar stykkið að minnsta kosti 140 þúsund dali eða rúmlega 19 milljónir króna.
Alabama fékk einnig Hermes Birkin tösku frá föður sínum og Kourtney, en slík kostar um fjórar milljónir króna.