Bandarísku sjónvarpsstjörnunni Paris Hilton virtist hafa brugðið þegar hún mætti í Formúlu 1 eftirpartýið í Las Vegas um helgina og sá að það var ansi fámennt.
Hilton, 42 ára, kom til að þeyta skífum en hún hefur getið sér gott orð sem plötusnúður um árabil.
Instagram-síðan @real.vegas.locals birti myndband af innkomu stjörnunnar sem hefur vakið mikla kátínu meðal netverja.
„Kostulega augnablikið þegar Paris Hilton fattar að það er enginn í partýinu,“ stendur í færslunni.
Sjáðu myndbandið hér að neðan, prófaðu að endurhlaða síðuna ef það sést ekki.
View this post on Instagram
Í myndbandinu má sjá Paris ganga inn í salinn og brosið aðeins hverfa þegar hún lítur í kringum sig. Hún lyftir síðan sólgleraugunum til að sjá betur hálftóman salinn.
„Sjokkið sem hún fékk þegar hún lyfti þessum sólgleraugum,“ sagði einn netverji.
„Hún ætlar örugglega að reka umboðsmanninn sinn eftir þetta,“ grínaðist annar.
„Hún kom seint en var samt of snemma á því,“ sagði netverji.
Aðrir sögðu að það hafi verið nóg af fólki þarna og Hilton birti myndir frá partýinu þar sem má sjá fullt af fólki við sviðið.
View this post on Instagram