fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Man ekki eftir því að hafa tekið í höndina á Arnold Schwarzenegger sökum ástands – „Þá fattaði ég hvað ég var komin vel yfir strikið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 11:00

Margrét Gnarr er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Margrét Edda Gnarr var um árabil einn fremsti atvinnumaður okkar Íslendinga í bikinífitness og sankaði að sér titlum, bæði hérlendis og erlendis. Hún lagði skóna á hilluna árið 2018 til að sigrast á átröskun, sem hún hafði glímt við í einhvers konar formi frá fimmtán ára aldri. Á svipuðum tíma leitaði hún sér einnig aðstoðar vegna áfengisvanda og hefur nú verið edrú í fimm og hálft ár.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

„Síðan ég drakk í fyrsta sinn hefur það verið vandamál. Ég er rosalega viðkvæm, ég fór alltaf  í „blackout,““ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf reynt að ná stjórn á drykkjunni, án árangurs.

„Ég var með svo margar reglur; bara að drekka hvítvín og rauðvín en ekki skot. Það sem áfengi gaf mér, sem var alltaf rosalega stuttur tími af djamminu, svona byrjunin þegar maður var búin að fá sér tvo drykki, var tilfinningin að ég gæti verið ég sjálf. Í grunninn er ég mjög feimin og pældi mikið í því – sem ég geri ekki lengur – hvað öðrum fannst um mig og hvað ég ætti að segja og ekki segja, hausinn var endalaust í gangi, en áfengi slökkti á þessum hugsunum og ég gat verið frjáls. En það var alltaf bara byrjunin og svo endaði ég í blackouti.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Margret Gnarr (@margretgnarr)

Undir lokin var Margrét farin að drekka þegar hún var að keppa á bikinífitness mótum erlendis. Hún útskýrir hvernig pólitíkin í fitnessbransanum hafði áhrif á hana og rifjar upp augnablikið þegar hún hitti Arnold Schwarzenegger, sem hún man ekki eftir.

„Ég skildi ekki, ég var að keppa á stórum mótum og var búin að heyra eftir „pre-judging“ að ég myndi vinna þetta, en svo lenti ég í fimmta sæti, og ég skildi það ekki,“ segir hún. Hún ræddi við kunningja sinn sem var einnig í bransanum sem skoðaði málið fyrir hana.

„Hann fór að spyrjast um og kom til mín og sagði að það sem ég ætti að gera, ef ég vildi lenda í topp fimm til dæmis á Olympia-mótinu, þá þyrfti ég að tala meira við fólk baksviðs, tala við ljósmyndarana og biðja þá um að taka mynd af mér. Fyrir mér var það ekki að vera íþróttakona […].Hann sagði einnig að það væri gott ef ég myndi fara til New York og hitta einhvern yfirdómara þar, leyfa honum að skoða formið mitt og pósa fyrir framan hann. Þetta hljómaði eitthvað svo illa. Það sem ég tók frá þessu var að það skiptir engu máli hversu flottu formi ég var í, því það var einhver pólitík á bak við tjöldin sem ég nennti ekki að taka þátt í. Ég fór í svona gír þar sem mér var alveg sama.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Margret Gnarr (@margretgnarr)

Man ekki eftir að hafa tekið í höndina á Scwarzenegger

Síðasta mótið varð til þess að Margrét ákvað að gera eitthvað í sínum málum.

„Ég hafði alltaf fengið mér eitt rauðvínsglas kvöldið fyrir mót. Það var eitthvað sem þjálfari sagði við mann, til að fá meiri þurrk og fyllingu í vöðvana. Og svo ef þú ert eitthvað stressuð áður en þú ferð á svið „þá er allt í lagi að fá sér smá rauðvín“, og ég gerði það alltaf. Fékk mér smá. En þarna var ég farin að fá mér aðeins meira en smá. Ég var með húðaðar flöskur, svo fólk myndi ekki sjá hvað væri í flöskunni og myndi halda að það væri bara vatn. Ég var með hvítvínsflösku í annarri og rauðvínsflösku í hinni,“ segir hún.

„Ég man ekki eftir verðlaunaafhendingunni á síðasta mótinu mínu, þá fattaði ég hvað ég var komin vel yfir strikið. Ég á mynd af mér taka í höndina á Arnold Schwarzenegger en ég man ekki eftir því. Ég vissi alltaf að þetta væri vandamál, en þetta var eitthvað annað.“

Margrét leitaði sér hjálpar og hefur verið nú verið edrú í fimm og hálft ár. Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan.

Fylgstu með Margréti á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu
Hide picture