Dana og eiginkona hans, Paula Zwagerman, deildu þessum sorgarfregnum á Instagram-síðu hans í gærkvöldi.
„Dex afrekaði margt á þessum 32 árum. Hann var hæfileikaríkur á mörgum sviðum: tónlist, listum, kvikmyndagerð og uppistandi og lét til sín taka á þeim öllum,“ sögðu hjónin í yfirlýsingu sinni.
Þá bættu þau við að hugur þeirra væri hjá öllum þeim sem glíma við fíkn og aðstandendum þeirra.
Dana Carvey sló í gegn í myndinni Wayne‘s World árið 1992 og ekki síður í þáttunum Saturday Night Live á árunum 1987 til 1993.