Rapparinn Snoop Dogg kom aðdáendum sínum heldur betur á óvart á dögunum, en hann hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að hætta að reykja gras.
Segja má að aðdáendur hafi fengið áfall, en sumir héldu hreinlega að um grín væri að ræða eða að rapparinn væri að gefa til kynna að hann ætlaði alfarið að snúa sér að matvælum með kannabis. Svo mun þó ekki vera ef marka má orðalagið í tilkynningu rapparans:
„Ég er að hætta að reykja. Eftir mikla íhugun og samtal við fjölskyldu mína hefur ég ákveðið að leggja reykingar alveg á hilluna. Vinsamlegast virðið friðhelgi einkalífs míns á þessum tíma.“
Snoop Dogg hefur í gegnum tíðna verið þekktur fyrir kannabis-neyslu sína. Hann hefur meira að segja byggt viðskiptaveldi sitt á slíkri neyslu en hann framleiðr m.a. kannabis-matvæli, ræktar tilteknar gerðir af grasi og kom á laggirnar fjölmiðli sem fjallar um allt sem varðar kannabis. Þær sögur gengu af rapparanum á árum áður að hann reykti 75-150 jónur á dag. Rapparinn sagði það þó ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.
Rapparinn er í dag 52 ára gamall, en fyrir um áratug síðan varð hann afi í fyrsta sinn og tekur því hlutverki mjög alvarlega. Hann greindi frá því fyrr á þessu ári að þegar hann varð afi hafi hann dregið mikið úr reykingum. Nú leggi hann áherslu á hreyfingu og að umgangast fólk sem leggur stund á heilbrigðar venjur. Þetta geri hann til að reyna að tryggja að hann sjái afabörn sín vaxa úr grasi.
Agndofa aðdáendur lýstu yfir furðu sinni í athugasemdum.
„Þetta eru tímamót,“ skrifaði einn
„Vá heimurinn er virkilega að enda“
„Nú veit ég að heimsendir er í nánd“