fbpx
Sunnudagur 10.desember 2023
Fókus

Rándýr avókadó-brauðsneið í Bláa Lóninu varð til þess að blaðamaður Business Insider setti í sparnaðargírinn

Fókus
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 16:00

Mynd: Talia Lakritz/Insider

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz er mikill aðdáandi Íslands og skrifar reglulega um landið í  Business Insider sem DV hefur reglulega fjallað um. Í gær birtist pistill eftir Lakritz þar sem hún fer yfir átta leiðir fyrir ferðamenn til að spara peninga á Íslandi en hugljómunin hafi komið þegar hún borgaði fyrir rándýra avókadó-brauðsneið í Bláa Lóninu. Það hafi verið fyrsta daginn hennar í einni Íslandsheimsókninni og hún séð fram á það að veskið og sparifé hennar yrði fyrir verulegum skakkaföllum ef ekki yrði gripið til aðgerða.

Kaupa flug á ókristilegum tíma

Fyrsta sparnaðaráð hennar til Bandaríkjamanna var að kaupa næturflug hjá til að mynda Icelandair þar sem lagt væri af stað seinnipartinn og komið til Íslands eldsnemma að morgni. Þau væru ódýrari en flug á kristilegri tímum. Segir Lakritz hafa sparað sér 100 dollara, rúmlega 14 þúsund krónur með því að kaupa slíkt flug.

Taka bílaleigubíl hjá fyrirtæki sem er ekki í Leifstöð

Lakritz vill meina að hún hafi sparað sé væna summu með því að bóka bílaleigubíl hjá fyrirtæki sem ekki var með aðstöðu í Leifstöð frekar en hjá risunum Avis, Budget, Europcar og Hertz. . Það hafi eðli málsins samkvæmt verið aðeins meira vesen en hún hafi leigt bíl hjá Economy Rent a Car og borgað tæplega 50 þúsund krónur fyrir fimm daga. Verðið hafi verið tugþúsundum króna hærra hjá risunum.

Koma með nasl að heiman

Lakritz ráðleggur ferðalöngum að koma með mat frá heimalandi sínu og þá sérstaklega allskonar nasl á ferðalagið, hnetur og ýmis orkustykki. Slíkur munaður kosti mikið á Íslandi.

Nota íslenska stórmarkaði

Þá mælti blaðakonan með því að ferðalangar keyptu sér mat eins og Íslendingar í íslenskum stórmörkuðum. Verðið væri hærra þar en á mat í Bandaríkjunum en samt margfalt ódýrara en á íslenskum veitingastöðum.

Ódýrt hótel með morgunmatnum inniföldum

Lakritz segist hafa sparað rúmlega 20 þúsund krónur með því að bóka ódýr hótel þar sem morgunmatur var innifalinn í verðinu. Morgunverðarhlaðborðin íslensku séu ágæt og það hefði verið dýrara að kaupa sér morgunmat annarsstaðar.

Vatnið er frítt

Þá benti Lakritz á hina klassísku ráðleggingu að kranavatnið á Íslandi væri afbragð en að auki sagðist hún hafa margsinnis fyllt á brúsann sinn í hreinum lækjum og sprænum í íslenskri náttúru.

Fá ráðleggingar frá heimamönnum

Blaðakonan mælti með því að ferðamenn fái ráðleggingar frá heimamönnu um hagstæða veitingastaði og upplifanir. Þannig segist hún hafa heyrt af Secret Lagoon / Gömlu Lauginni á Flúðum sem hafi verið margfalt ódýrari en Bláa Lónið og Sky Lagoon og hún kunnað betur að meta. Þá hafi Íslendingur mælt með Flórunni Bistro í Grasagarðinum og þar hafi hún fengið frábæra máltíð á hagstæðu verði.

Sneiða hjá ferðamannaperlum þar sem rukkað er gjald

Þá benti Lakritz á að ókeypis er að njóta fjölmargra íslenskra ferðamannaperla og nefndi í því samhengi Seljalandsfoss. Mælti hún með því að fólk sparaði sér aurinn með því að heimsækja frekar slíka staði en þá sem að rukka til dæmis gjald fyrir bílastæði og aðgang.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu