fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Konur lifa sífellt lengur en karlar – 5 ástæður sem gætu skýrt þennan kynjamun

Fókus
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 16:32

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnréttisbarátta kvenna hefur verið áberandi undanfarna áratugi og mikið áunnist á þeim tíma, þó enn sé nokkuð í land svo fullkomnu jafnrétti sé náð.

Á einu sviði hafa konur þó vinninginn, og virðist munurinn vera aukast ef eitthvað er. Konur lifa nefnilega lengur, eða með öðrum orðum þá eru lífslíkur þeirra meiri en karlmanna.

Samkvæmt rannsókn sem fór nýlega fram í Bandaríkjunum jókst munurinn á lífslíkum karla og kvenna aukist um tæpt ár á tímabilinu 2010-2021. Þar með geta konur reiknað með að lifa tæpum sex árum lengur en karlmenn. Meðal lífaldur kvenna í Bandaríkjunum árið 2021 var 79,1 ár en karla 73,2 ár.

Sögulega má skýra betri lífslíkur kvenna út frá þáttum á borð við kynjamun hvað varðar neyslu á tóbaki. En konur hafa sögulega reykt minna en karlmenn og eru því í minni hættu á hjarta- og lungnasjúkdómum.

Konur eru eins líklegri til að stunda heilbrigðar lífsvenjur en karlmenn.

„Ég hugsa að konur muni alltaf hafa yfirhöndina, en ég tel að við getum þó staðið okkur betur í að minnka þennan mun, sérstaklega eftir Covid,“ sagði læknirinn Michael Fredericson í samtali við Yahoo Life.

Yahoo greinir frá fimm stórum ástæðum fyrir lengra lífi kvenna í Bandaríkjuum samkvæmt áðurnefndri rannsókn.

1 COVID-19

Þegar faraldur COVID-19 gekk yfir á árunum 2019-2021 jókst munur á lífslíkum kynjanna um 0,33 ár. Menn létust frekar úr sjúkdóminum en konur. Þetta megi að líkum rekja til félagslegra þátta þar sem karlmenn væru líklegri til að glíma við heimilisleysi eða sitja í afplánun í fangelsi, og þar með í meiri áhættu í faraldrinum. Konur voru eins í meirihluta þeirra sem sinntu fjarvinnu í Covid.

2 Slys

Óvænt slys spiluðu stórt hlutverk í að auka muninn í lífslíkunum, eða um 0,27 ár milli kynjanna. Meðal annars andlát vegna ofskömmtunar ávana- og fíkniefna. Karlmenn eru líklegri til að neyta ólöglegra efna og eins líklegri til að láta lífið, eða leggjast inn á gjörgæslu, vegna neyslu.

3 Hjartasjúkdómar

Það hefur lengi verið þrálátur munur milli kynjanna hvað varðar hjartasjúkdóma. Hjartasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök Bandaríkjamanna. Einkum eru það kransæðasjúkdómar sem leiða til hjartaáfalla.

Karlmenn eru gjarnan yngri en konur þegar þeir greinast með hjartasjúkdóma. Konur eru með kynhormónana  estrógen og progésterón sem er talið vernda konur eftir kynþroska og fram eftir aldri.

Eins geti lífsstílsþættir spilað hlutverk á borð við reykingar, háþrýsting, ofþyngd – en þetta hafi áhrif á æðakerfi fólks, efnaskipti, kólesteról og auki hættu á hjartasjúkdómum.

4 Sjálfsvíg og morð

Aukning hefur átt sér stað í andlátum sem tengjast ofskömmtun, morðum og sjálfsvígum í Bandaríkjunum. Konur eru líklegri til að reyna að taka eigið líf, en karlmenn eru líklegri til að takast ætlunarverkið. Af þeim sem tóku eigið líf í Bandaríkjunum árið 2021 voru 70 prósent karlmenn.

„Menn eru almennt líklegri til að nota skotvopn en konur. Þeir eru líklegri til að eiga byssu og hafa aðgengi að skotvopni,“ segir Fredericson.

5 Sykursýki

Karlmenn eru líklegri til að vera með ógreinda sykursýki. Þar sem karlmenn eru líklegri til að safna fitu á kvið eru þeir á sama tíma líklegri til að þróa með sér sykursýki 2, og geta fengið sjúkdóminn með lægri líkamsfitustuðul en konur.

Fredericson bendir á að sykursýki 2 er lífsstílssjúkdómur og megi koma í veg fyrir hann með heilbrigðum venjum. Konur eigi auðveldara með að breyta lífsstíl sínum en menn.

Læknirinn bendir á að það séu þó almennar venjur sem öll kyn geti tileinkað sér til að lágmarka líkurnar á þessum sjúkdómi. Svo sem með því að hætta að reykja, gæta að líkamsþyngd, fá minnst 30 mínútur af hreyfingu á dag, takmarka áfengisneyslu og borða hollan mat. Hollur matur sem innihaldi lítið af mettaðri fitusýru, sé ekki mikið unninn og innihaldi mikið af ávöxtum og grænmeti.

„Ef karlar standa sig betur í að taka upp heilbrigðar lífsstílsvenjur þá getum við staðið okkur betur í að ná konunum hvað varðar lífslíkur,“ segir læknirinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu