fbpx
Mánudagur 04.desember 2023
Fókus

Danska konungshöllin rýfur þögnina um framhjáhaldsskandalinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 09:29

Casanova og dönsku konungshjónin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska konungsfjölskyldan hefur verið í hringiðu skandals eftir að Friðrik krónprins rataði í heimsfréttirnar fyrir stefnumót hans með mexíkósku leikkonunni Genoveva Casanova.

Friðrik er erfingi dönsku krúnunnar. Hann hefur verið giftur hinni áströlsku Mary Donaldson í næstum tvo áratugi og eiga þau saman fjögur börn.

Genoveva Casanova. Mynd/Getty Images

Spænska tímaritið Lecturas birti myndir af Friðrik og Casanova á rölti um Madríd og hélt því fram að þau hafi varið nóttinni saman.

Leikkonan neitaði öllum ásökunum um framhjáhald í samtali við Hola! og sagði þetta vera út í hött. Hún sagðist einnig vera að íhuga að lögsækja blaðið vegna málsins.

Nú hefur danska konungshöllin loksins rofið þögnina um málið. Talsmaður hallarinnar sagði við danska fjölmiðilinn B.T. að þau neiti að tjá sig um kjaftasögur af þessu tagi.

Konungshjónin í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn síðastliðinn til að taka á móti spænsku konungshjónunum/Getty Images

Hvorki Friðrik né eiginkona hans, Mary prinsessa, hafa gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli en fyrir ótrúlega tilviljun voru spænsku konungshjónin, Don Felipe og Doña Letizia, einmitt í heimsókn í Danmörku þegar Lecturas birti fyrstu fréttirnar um málið. Friðrik og Mary tóku á móti þeim við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn síðastliðinn.

Að sögn Lecturas hafði fólk á vegum Letizia samband við miðillinn til að athuga hvort að sagan reyndist sönn. Spænska tímaritið heldur því fram að Felipe Spánarkonungur og Letizia Spánardrottning vilji halda sig langt í burtu frá skandalnum sem þegar hefur varpað skugga á heimsókn þeirra til Danmerkur.

Sjá einnig: Skandall skekur dönsku konungsfjölskylduna – Krónprinsinn sakaður um framhjáhald með mexíkóskri leikkonu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
Fókus
Í gær

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða
Fókus
Í gær

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“
Fókus
Í gær

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu

Bókin sem hneykslaði Breta að koma í bakið á Harry og Meghan – Æskuvinur sniðgengur Harry og titlar þeirra í hættu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi