fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þekkt leikkona sakar barnsföður sinn um ofbeldi – Birtir ógnvekjandi myndir úr öryggismyndavél

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 10:31

Keke Palmer og skjáskot úr öryggismyndavélinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TW – við vörum við innihaldsefni fréttarinnar.

Leik- og söngkonan Keke Palmer hefur sótt um nálgunarbann gegn fyrrverandi kærasta sínum og barnsföður, Darius Jackson. Hún hefur einnig sótt um fullt forræði yfir átta mánaða gömlum syni þeirra, Leodis.

Hún lýsti hrottafengnu ofbeldi í dómskjölum og birti átakanlegar myndir úr öryggismyndavél á heimili hennar máli sínu til stuðnings.

Palmer segir Jackson hafa ráðist á hana á heimili hennar þann 5. nóvember eftir að hún sagði að hún vildi ekki að sonur þeirra færi á íþróttaleik.

„Á þeim tímapunkti réðst hann á mig, tók mig hálstaki og greip í andlit mitt, ýtti mér svo ég datt aftur fyrir mig yfir sófann, stal símanum mínum og hljóp út úr húsinu,“ kemur fram í dómskjölum. Page Six greinir frá.

Myndirnar í gögnunum eru skjáskot úr öryggismyndavél Palmer. Á einni þeirra má sjá að Jackson virðist kýla hana svo fast að hún dettur um sófann.

Palmer heldur því einnig fram að Jackson hafi næstum því keyrt á hana þegar hann reyndi að flýja vettvang.

Leikkonan hringdi á lögregluna en hann var ekki handtekinn.

Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann hafði beitt hana ofbeldi að sögn Palmer. Hún nefnir annað atvik frá febrúar 2022 og segir að Jackson hafi orðið „brjálaður“ þegar hún sýndi honum mynd af sér í bikiníi, til að fagna árangri hennar í ræktinni.

„Við vorum í svefnherberginu, hann kastaði mér í gólfið og sló í höfuð mitt. Næsta morgun stóð hann neðst í stiganum og öskraði á mig á meðan ég gekk niður. Þegar ég var næstum komin niður stigann þá tók hann mig hálstaki og kastaði mér í stigann.“

Palmer birti einnig skjáskot úr öryggismyndavélinni af því atviki.

„Ég var byrjuð að hafa áhyggjur af því að hann myndi meiða son okkar, þó það væri aðeins til að særa mig,“ sagði Palmer í umræddum skjölum.

Samband Palmer og Jackson hefur verið talsvert á milli tannanna síðan í júlí en Jackson lét falla niðrandi orð um hana á Twitter og gagnrýndi klæðnað hennar á Usher tónleikum. Hann var harðlega gagnrýndur á þeim tíma.

Samkvæmt leikkonunni hættu þau saman í október eftir um tveggja ára samband.

Keke Palmer er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum Hustlers, Alice og Nope.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram