fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Fékk áfall þegar hún opnaði svefnherbergisdyrnar

Fókus
Mánudaginn 13. nóvember 2023 22:29

Myndin tengist greininni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk áfall þegar ég opnaði dyrnar að svefnherberginu. Ég sá eiginmann minn í kynþokkafyllstu nærbuxunum mínum og hann var að dást að sjálfum sér í speglinum.“

Svona hefst bréf konu til ráðgjafa The Sun, Deidre. Hún er 53 ára og eiginmaður hennar er 55 ára. Þau hafa verið gift í 24 ár og eiga tvær dætur, 20 ára og 18 ára.

„Þýðir þetta að hann vilji stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, eða með mér á meðan hann er í nærbuxunum?“ spyr konan.

„Eftir að hafa tekið andköf dreif ég mig út úr herberginu því ég var ekki viss hvernig ég ætti að bregðast við. Ég er svo sár, reið og vonsvikin. Mér finnst líka ógeðsleg tilhugsun að vita til þess að dætur okkar hefðu getað gengið inn á hann.“

Þetta kom alveg flatt upp á hana „Hann er góður maður og dætur okkar gætu ekki beðið um betri föður, þannig ég skil ekki af hverju hann er að þessu.

Ég hef áhyggjur að hann sé að halda framhjá. Fyrir þetta atvik hefði mér ekki dottið það í hug en kynlífið okkar hefur ekki verið svo gott upp á síðkastið. Ég er á breytingarskeiðinu og hann á erfitt með að fá stinningu, og þegar hann nær því þá á hann erfitt með að halda henni.

Við höfum reynt alls konar, eins og að horfa saman á klám eða ég fer í kynþokkafull undirföt. Það hjálpar en stinningarvandamálið er samt til staðar.

Hann veit hvað ég sá og hefur varla talað við mig síðan. Það er eins og hann haldi að ef hann hunsi þetta nógu lengi þá muni það hverfa.

Ætli það séu ekki til einhverjar konur sem myndu ekki spá of mikið í þessu, en þetta hefur gjörsamlega gengið frá mér.

Ég veit ekki hvernig ég á að nálgast umræðuefnið. Ég spurði af hverju hann hafi farið í nærbuxurnar og hann sagði: „Þær voru þarna, þannig af hverju ekki?“

Ég veit ekki hvort ég muni einhvern tíma komast yfir þetta.“

Ráðgjafinn svarar

„Það er mikilvægt að þú vitir að mörgum karlmönnum þykir nærbuxur – sem ætlaðar eru konum – mjög þægilegar.

Þetta getur einnig verið hans leið að tengjast kvenlegri hlið sinni og það þarf ekki að orsaka vandamál í ykkar sambandi. Margir karlmenn sem klæða sig í kvenmannsföt eru gagnkynhneigðir.

Þetta er rótgróinn hluti af hans persónuleika, hann er ekki að hafna þér. Reyndu að skilja hvaða merkingu þessi athöfn hefur fyrir honum,“ segir hún og bendir konunni á vefsíðu þar sem hún getur fengið auka upplýsingar og stuðning.

„Það gæti verið læknisfræðileg ástæða á bak við stinningarvandamálið, þú ættir að hvetja hann til að fara til heimilislæknis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone