Það er martröð margra að finna sig upp á sviði fyrir framan áhorfendur og uppgötva þá sér til skelfingar að þau eru nakin. Mögulega eru sumir komnir með leið á þessum algenga ótta, en engar áhyggjur hér er nýr fyrir ykkur.
Breska raunveruleikastjarnan Katie Price er ekki ókunnug fegrunaraðgerðum. Hún mun þó líklega hugsa sig um tvisvar í framtíðinni eftir neyðarlegt atvik á dögunum. Raunveruleikastjarnan er með hlaðvarpið Katie Price Show og var mætt upp á svið fyrir framan áhorfendur í beina útsendingu.
Hún vildi skarta sínu besta svo hún skellti sér til lýtalæknis og lét sprauta fylliefni í rasskinnarnar sínar svo sitjandinn nyti sín betur. Eitthvað fór þó úrskeiðis.
Katie steig upp á svið í glæsilegum skvísufatnaði með systur sinni og framleiðanda hlaðvarpsins. Katie ákvað að koma hreint fram og sagði áhorfendum að hún væri í frekar neyðarlegum aðstæðum.
„Ef þið sjáið sáraumbúðir á rassinum mínum þá er það sökum þess að ég fékk mér rassafylliefni um daginn svo núna lekur hann. Það er bara svona.“
Einn áhorfandi sagði í samtali við The Sun að það hafi sést í gegnum föt stjörnunnar að þar voru greinilega grisjur sem áttu að koma í veg fyrir leka.
„Það sást greinilega að hún átti erfitt með að hreyfa sig og reyndi að sitja þegar hún gat.“
Svona getur víst gert þegar maður lætur sprauta hálfum lítra af fylliefni undir húðina, og það á stað sem gjarnar verður fyrir þrýstingi.
Áhorfendur dáðust þó að stjörnunni fyrir að láta smá rassaleka ekki stoppa sig frá því að mæta í tveggja klukkustunda beina útsendingu. Henni hafi tekist að halda andliti og eins tekist að skemmta aðdáendum sínum konunglega.