Jólaauglýsing Amazon í ár er hjartnæm og ætti að ná að framkalla tár, jafnvel hjá mestu harðjöxlunum. Auglýsingin er saga um ævilanga vináttu, og sýnir hvernig gleðistundir verða enn betri þegar þú deilir þeim með þeim sem þú elskar.
„Sögurnar sem við segjum eru áminningar til okkar allra um að það sem lyftir okkur öllum upp á þessum árstíma er gleðin sem maður fær af því að að gera eitthvað sérstakt fyrir þá sem maður elskar,“ segir varaforseti Amazon, Jo Shoesmith, um auglýsinguna.