Rapparinn Rick Ross er búinn að fá sig fullsaddan á leikkonunni Jada Pinkett Smith. Þessu kom hann skýrt á framfæri við viðtali við Rolling Stone þar sem hann var spurður út nýlega ævisögu Jada og kynningarstarfið tengt henni. Telur hann að leikkonan ætti að leggja bókaskrif á hilluna, leita sér aðstoðar hjá fagmanni og hætta að básúna einkalífi sínu til fólk sem engan áhuga hafi á að heyra um það.
„Ég get ekki sagt að ég sé sammála Jada Pinkett. Fyrir mér virkar hún andlega týnd og hún þarf greinilega að leita sér aðstoðar. Jesús, hvað ætlar þessi kona að segja okkur næst? Svona fyrst hún er búin að segja okkur að hún og maður hennar skildu að borði og sæng fyrir sex árum, hversu mörg ár það eru síðan hún stundaði kynlíf og að hún hafi ekki skrifað undir kaupmála. Hvað stendur eftir?“
Ross nýtti líka tækifærið og gagnrýndi bókina. Sagðist hann hafa frétt að bókin hafi boðið afhroð í sölu sem ætti að senda leikkonunni skýr skilaboð um að enginn hafi áhuga á því sem hún segir.
„Öllum er sama. Þetta virðist hún ekki skilja. Stundum, sem frægur einstaklingur, getur maður misst tengingu við raunveruleikann.“
Jada greindi frá því í bókinni að hún og eiginmaður hennar, Will Smith, hafi skilið að borði og sæng fyrir sex árum og slitið þá samvistum. Þau ætli þó ekki að sækjast eftir lögskilnaði enda sé þeim enn hlýtt hvort til annars.
Ross segir að hjónin séu bæði veruleikafirrt. Þau séu bara engan vegin eins fræg og þau haldi og geti ekki endalaust verið að skreyta sig með gömlum verkum. Vísaði hann sérstaklega til þess að Jada talar mikið um samband hennar og rapparans heitins TuPac Shakur, og eins hafi leikkonan játað að hafa sængað hjá besta vini sonar síns.
„Þú reiðst besta vini sonar þíns. Þú segir að sonur þinn hafi kynnt þig fyrir hugvíkkandi efnum. Hvað gæti mögulega komið frá þér næst? Til að vera alveg hreinskilin þá er öllum drull. Ég hef engan áhuga á því að vita hvort Tupac fékk blettaskalla. Jada, ég elska þig, en sestu niður og slakaðu á.“