fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Nýja sambandið á sterum – 20 árum eldri en finnst hún „vitsmunalega áhugaverð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 09:22

Gigi Hadid og Bradley Cooper. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Gigi Hadid eru sögð vera nýjasta stjörnupar Hollywood og samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs er strax komin mikil alvara í sambandið.

Heimildarmaður Page Six segir sambandið vera „á sterum.“

„Þetta er orðið mjög alvarlegt á mjög stuttum tíma. Þau eru saman alla daga,“ segir hann.

Fyrst sást til parsins á stefnumóti í byrjun október. Síðan þá hefur sést til þeirra nokkrum sinnum og var greint frá því í lok október að fyrrverandi unnusta og barnsmóðir Cooper, fyrirsætan Irina Shayk, væri allt annað en ánægð með sambandið.

„Irina er ekki ánægð með að nýja kærastan sé mun yngri ofurfyrirsæta,“ sagði heimildarmaður Page Six.

Cooper er 48 ára og Hadid er 28 ára.

Sjá einnig: Drama í Hollywood – Fyrrverandi allt annað en sátt með núverandi

Samkvæmt heimildum miðilsins er Cooper ekki bara hrifinn af útliti fyrirsætunnar. „Honum finnst hún vitsmunalega áhugaverð,“ segir heimildarmaðurinn.

Sjá einnig: Ástarþríhyrningur aldarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?