Leikarinn Bradley Cooper og fyrirsætan Gigi Hadid eru sögð vera nýjasta stjörnupar Hollywood og samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs er strax komin mikil alvara í sambandið.
Heimildarmaður Page Six segir sambandið vera „á sterum.“
„Þetta er orðið mjög alvarlegt á mjög stuttum tíma. Þau eru saman alla daga,“ segir hann.
Bradley Cooper, Gigi Hadid are getting ‘serious very quickly’ https://t.co/FSovYPZZFX pic.twitter.com/L2LgT5ngS6
— Page Six (@PageSix) November 7, 2023
Fyrst sást til parsins á stefnumóti í byrjun október. Síðan þá hefur sést til þeirra nokkrum sinnum og var greint frá því í lok október að fyrrverandi unnusta og barnsmóðir Cooper, fyrirsætan Irina Shayk, væri allt annað en ánægð með sambandið.
„Irina er ekki ánægð með að nýja kærastan sé mun yngri ofurfyrirsæta,“ sagði heimildarmaður Page Six.
Cooper er 48 ára og Hadid er 28 ára.
Sjá einnig: Drama í Hollywood – Fyrrverandi allt annað en sátt með núverandi
Samkvæmt heimildum miðilsins er Cooper ekki bara hrifinn af útliti fyrirsætunnar. „Honum finnst hún vitsmunalega áhugaverð,“ segir heimildarmaðurinn.
Sjá einnig: Ástarþríhyrningur aldarinnar