Kynlífssérfræðingurinn Dr. Emily Morse fjallaði nýverið um stellinguna og útskýrði hvernig þú getur náð tökum á henni og framkvæmt með góðum árangri.
Morse segir að það getur vel verið að þú hafir framkvæmt þessa stellingu áður, bara ekki vitað nafnið á henni.
„Í tantra kynlífi er dýpri tenging, allur líkaminn finnur fyrir örvun og meira að segja orkufullnægingar. Og vitið þið hvaða stelling er frægasta tantra stellingin? Lótusblómið.“
„Til að framkvæma lótusblómið þarf gefandinn að sitja og þiggjandinn sest klofvega ofan á hann – og snýr með andlitið í átt að hans andliti. Frá þessari stellingu er hægt að stunda mök í gegnum leggöng, endaþarm, með dildó eða fingrum.“
„Þessi stelling er tantrísk, ekki endilega vegna stöðunnar heldur vegna nándarinnar milli aðilanna. Þið getið farið hægt og rólega, eða verið villt og tryllt,“ segir Morse og bætir við að stellingin sé einnig mjög þægileg og ekki erfið í framkvæmd, sem er alltaf stór plús.
„Einstaklingar með píku elskar lótusblómið því stellingin býður upp á rausnarlega örvun fyrir snípinn. Þú getur nuddað honum upp að búk maka þíns eða hallað þér aftur og notað leikfang,“ segir hún og bætir við að annar kostur við þessa stellingu sé útsýnið.
„Mjög kynþokkafullt útsýni.“
Hægt er að lesa nánar um stellinguna á vef Morse, SexWithEmily.com