fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Viltu meiri nánd í svefnherberginu? Prófaðu frægustu tantra stellinguna

Fókus
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú mikið fyrir nánd, nánast ekkert bil á milli líkama, hiti og rómantík þegar kemur að kynlífi? Ef svarið er já, þá er lótusblómið fyrir þig.

Kynlífssérfræðingurinn Dr. Emily Morse fjallaði nýverið um stellinguna og útskýrði hvernig þú getur náð tökum á henni og framkvæmt með góðum árangri.

Morse segir að það getur vel verið að þú hafir framkvæmt þessa stellingu áður, bara ekki vitað nafnið á henni.

„Í tantra kynlífi er dýpri tenging, allur líkaminn finnur fyrir örvun og meira að segja orkufullnægingar. Og vitið þið hvaða stelling er frægasta tantra stellingin? Lótusblómið.“

Hvað er lótusblómið?

„Til að framkvæma lótusblómið þarf gefandinn að sitja og þiggjandinn sest klofvega ofan á hann – og snýr með andlitið í átt að hans andliti. Frá þessari stellingu er hægt að stunda mök í gegnum leggöng, endaþarm, með dildó eða fingrum.“

Af hverju að prófa þetta?

„Þessi stelling er tantrísk, ekki endilega vegna stöðunnar heldur vegna nándarinnar milli aðilanna. Þið getið farið hægt og rólega, eða verið villt og tryllt,“ segir Morse og bætir við að stellingin sé einnig mjög þægileg og ekki erfið í framkvæmd, sem er alltaf stór plús.

Hverjir eru kostirnir?

„Einstaklingar með píku elskar lótusblómið því stellingin býður upp á rausnarlega örvun fyrir snípinn. Þú getur nuddað honum upp að búk maka þíns eða hallað þér aftur og notað leikfang,“ segir hún og bætir við að annar kostur við þessa stellingu sé útsýnið.

„Mjög kynþokkafullt útsýni.“

Hægt er að lesa nánar um stellinguna á vef Morse, SexWithEmily.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?