fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Pawel tók óvart heimasímann með í vinnuna – „Ertu 80 ára?“

Fókus
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 13:00

Pawel Bartoszek.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir og samstarfsfélagar Pawel Bartoszek eru meðvitaðir um að borgarfulltrúinn er reglulega afar utan við sig enda fjölmörg flókin verkefni sem hugur hans er að kljást við á kostnað hversdagslegra verkefna sem eru ekki eins merkileg.

Pawel hefur mikinn húmor fyrir sjálfum sér og það sést best á Facebook-færslu hans þar sem hann greinir frá því að hann hafi í vikunni sennilega toppað sjálfan sig í að vera viðutan.

„Þið sem þekkið mig vitið að ég get stundum verið utan við mig þegar kemur að hlutum eins og húfum, lyklum, veskjum og þessháttar. Ég held samt að ég hafi toppað mig seinasta föstudag þegar mér tókst á einum og sama deginum að týna gemsanum (hann fannst) og taka heimasímann óvart með í vinnuna,“ skrifar borgarfulltrúinn í færslu sem féll afar vel í kramið hjá vinum hans. Lét hann svo fylgja með mynd af gömlu símtæki á skrifborði í ráðhúsinu.

Slík tæki eru í bráðri útrýmingahættu og það sést best á viðbrögðum vinar sem einfaldlega spurði: „Heimasími? Ertu 80 ára?“.

“ Hvað annað á ég að nota til að finna aðalsímann þegar ég er einn heima og veit heldur ekki hvað tölvan mín er?“ spurði Pawel þá á móti.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og verðandi borgarstjóri, skjalfesti svo viðburðinn og tók eftirfarandi mynd af brosandi Paweli þegar hann var að uppgötva mistökin.

 

Pawel með heimasímann í vinnunni

Hér má sjá færslu Pawels í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“