fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Simmi Vill fékk boð um að fara í trekant með hjónum á Kalda bar

Fókus
Föstudaginn 3. nóvember 2023 12:22

Simmi Vill fékk tilboðið á Kalda bar í Reykjavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segist hafa fengið boð um að vera þriðji aðili í kynlífi með hjónum. Það kom honum á óvart að spurningin hafi verið borin upp fyrir allra augum, við barinn á Kalda bar í miðbæ Reykjavíkur.

Sigmar, eða Simmi Vill eins og hann er kallaður, greindi frá þessu í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútur. Hann og Hugi, hinn stjórnandi þáttarins, voru að ræða um makaskipti.

„Er þetta til, er það ekki?“ spurði Hugi.

„Sko, ég hef lent í því á bar, að ræða við fólk sem ég kannast við. Síðan kemur spurningin: „Hvað ertu ennþá einhleypur?“ „Já,“ svara ég.

[Konan:] „Hvað á svo að gera í kvöld?“ 

Simmi: „Ég fer nú bara að fara heim bráðum.“

[Konan:] „Já, þú vilt kannski íhuga það að koma heim með okkur?““

Simmi segir að hann hafi á þeim tímapunkti horft á eiginmann konunnar sem hafði borið upp spurninguna.

„Ég svona horfði á hann og hann svona mhm, kinkaði kolli,“ segir Simmi við hlátraköll Huga.

Takk, en nei takk

Athafnamaðurinn afþakkaði boðið.

„Ég sagði: „Nei, heyrðu sko, ekki taka því illa en ég er alls ekkert í því.“

„Ég skal bara horfa á,“ sagði þá maðurinn.“

Simma fannst sú hugmynd alls ekki spennandi og afþakkaði aftur. Á meðan á þessu samtali stóð var fullt af fólki í kringum þau.

„Bara fyrir opnum dyrum, það er ekki eins og ég hafi verið dreginn afsíðis eða neitt. Bara borið upp við barinn á Kalda bar. Á Kalda bar! Fullt af fólki.“

Simmi segir að tvö ár séu síðan.

Ekki eina skiptið sem pari langaði í Simma

„Ég hef líka fengið nafnlaus skilaboð á Snapchat. Það var mjög kurteisilega orðað. Það kom svona: „Afsakaðu ónæðið, og ég skil vel ef þú vilt ekki svara þessu en það kostar ekki að spyrja. Við konan mín […] erum ekki í neinu rugli. En þú komst upp í umræðunni og við veltum fyrir okkur í ljósi þess að þú sért einhleypur hvort þú hafir áhuga að leika þér með pari eins og okkur.“

Ég er bara í sófanum með barnið mitt við hliðina á mér. Hvaða rugl er þetta? Þetta var bara venjulegt sunnudagskvöld,“ segir hann.

„Þetta var mjög vel orðað, góð íslenska. Hann var 38 ára og hún 31 árs eða eitthvað.

Ég sendi broskall og sagði: Ég er upp með mér en nei takk, er ekki í þessum hugleiðingum og er ekki í þessum lífsstíl. Gangi ykkur vel með þetta.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“