fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Kim Kardashian segir að þess vegna vilji elsta dóttirin frekar búa hjá pabba sínum

Fókus
Föstudaginn 3. nóvember 2023 14:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian opnaði sig um móðurhlutverkið í nýjasta þætti af The Kardashians.

Kim á fjögur börn með rapparanum Kanye West.

Í þættinum var Kim að ræða við systur sína, Kourtney Kardashian.

Hún sagði að í hvert skipti sem North, 10 ára, eyðir tíma heima hjá föður sínum kemur hún heim „og er alveg: „Pabbi er bestur,““ sagði Kim.

„Hann er með þetta allt á hreinu. Hann er ekki með pössunarpíu, hann er ekki með kokk, hann er ekki með öryggisverði. Hann býr í íbúð. Og hún fer að gráta: „Af hverju átt þú ekki íbúð? Ég trúi ekki að við eigum ekki íbúð.““

Kourtney sagðist tengja við þessa upplifun, en hún á þrjú börn með sínum fyrrverandi, Scott Disick.

„Þau gera þetta líka eftir að hafa verið heima hjá Scott. Pabbi er með besta húsið, þitt hús sökkar. Hans hús er betra, það er ekki of stórt og betra „vibe“. Mér finnst eins og allt falli á foreldrið sem tekur meiri þátt í lífi barnsins,“ sagði Kourtney.

@kardashfanss Someone get North an apartment‼️ #kimkardashian #kourtneykardashian #kardashians #thekardashians #kanyewest #scottdisick #parentingtips #northwest ♬ original sound – Kardash Fanss

Kim viðurkenndi að þrátt fyrir rifrildi systranna leiti hún alltaf til Kourtney varðandi ráð um móðurhlutverkið. Hún nefndi eitt sérstaklega um dýnamík hennar og North.

„Kourtney segir alltaf að North er lexían mín á þessari plánetu. Ég á að læra um þolinmæði, hún kennir mér þolinmæði. Hún hefur kennt mér margt um lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone