Kim á fjögur börn með rapparanum Kanye West.
Í þættinum var Kim að ræða við systur sína, Kourtney Kardashian.
Hún sagði að í hvert skipti sem North, 10 ára, eyðir tíma heima hjá föður sínum kemur hún heim „og er alveg: „Pabbi er bestur,““ sagði Kim.
„Hann er með þetta allt á hreinu. Hann er ekki með pössunarpíu, hann er ekki með kokk, hann er ekki með öryggisverði. Hann býr í íbúð. Og hún fer að gráta: „Af hverju átt þú ekki íbúð? Ég trúi ekki að við eigum ekki íbúð.““
Kourtney sagðist tengja við þessa upplifun, en hún á þrjú börn með sínum fyrrverandi, Scott Disick.
„Þau gera þetta líka eftir að hafa verið heima hjá Scott. Pabbi er með besta húsið, þitt hús sökkar. Hans hús er betra, það er ekki of stórt og betra „vibe“. Mér finnst eins og allt falli á foreldrið sem tekur meiri þátt í lífi barnsins,“ sagði Kourtney.
@kardashfanss Someone get North an apartment‼️ #kimkardashian #kourtneykardashian #kardashians #thekardashians #kanyewest #scottdisick #parentingtips #northwest ♬ original sound – Kardash Fanss
Kim viðurkenndi að þrátt fyrir rifrildi systranna leiti hún alltaf til Kourtney varðandi ráð um móðurhlutverkið. Hún nefndi eitt sérstaklega um dýnamík hennar og North.
„Kourtney segir alltaf að North er lexían mín á þessari plánetu. Ég á að læra um þolinmæði, hún kennir mér þolinmæði. Hún hefur kennt mér margt um lífið.“