Tónlistarhjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eiga von á sínu öðru barni.
Brynhildur greindi frá gleðitíðindunum á Instagram um leið og hún tilkynnti að nýtt lag væri komið út með hljómsveitinni Kvikindi, sem hún skipar ásamt Friðriki Margrétar Guðmundssyni.
„Þetta er fyrsta lagið á nýrri plötu frá Kvikindi sem kemur út á næsta ári. Við bókstaflega getum ekki beðið eftir að koma þessu listaverki í heiminn! You ain’t seen nothing yet. Swipe for surprise. Lifi ást og friður.“
View this post on Instagram
Hjónin giftu sig í lok ágúst, en fyrir eiga þau dótturinar Sóleyju sem er rúmlega eins árs.