fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Æskuheimili Britney komið á sölu – Hurð með áletrun um erkióvin poppstjörnunnar aðalaðdráttaraflið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 16:38

Britney Spears

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æskuheimili bandarísku tónlistarkonunnar Britney Spears er komið á markað og er ásett verð 1,2 milljónir dala, „þar sem það er með mörgum minjum, þar á meðal hurð sem búið er að skrifa á „Christina sökkar, Brit ræður“ eins og segir í lýsingu fasteignasala á eigninni. 

Skilaboðin á hurðinni gefa til kynna samkeppni hennar við söngkonuna Christinu Aguilera.

Hurðin með skrift Britney

Heimilið er í heimabæ Britney í Kentwood í Louisiana og sjá núverandi eigandi líklega gróðavon í sölunni þegar ævisaga söngkonunnar, The Woman in Me, er að trylla allt og alla vestanhafs.

Heimilið var selt á sínum tíma af föður Britney og fyrrum fjárhaldsmanni hennar, Jamie Spears, árið 2021 fyrir aðeins 289 þúsund dali. 

Yvonne Hulsey hjá Keller Williams fasteignasölunni er með eignina á skrá og í lýsingu eignarinnar segir að hér sé „tækifæri til að eignast hluta af tónlistarsögunni og einnar af goðsögnum afþreyingariðnaðarins.“

Húsið er 214 fermetrar með þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi, staðsett á  1.87 hektara landi, en það er allt sem tengist æsku Britney sem heillar líklega mest við húsið. Áðurnefnd hurð með skrift Britney, upprunalegt dansstúdíói þar sem poppstjarnan steig fyrstu skref sín í átt að stórstjörnu, spegill í herbergi Britney með nokkrum límmiðum á honum, þar á meðal hennar eigin nafni og strákabandi fyrrverandi kærasta síns Justin Timberlake *NSYNC, auk barnateikninga sem Britney sagðist hafa gert.

Fyrrum svefnherbergi Britney
Upprunalegt dansstúdíó
Skemmtilegir límmiðar á speglinum

Eignin er „á bakgrunni kyrrláts, garðslíkrar lóðar, eignin endurspeglar kyrrð og nostalgíu.“

Britney rekur deilur sína við Aguilera í ævisögu sinni, þar sem hún gagnrýnir Aguilera fyrir að fara í tónleikatúrinn The Justified & Stripped Tour árið 2003 með Justin Timberlake, ári eftir að hann og Britney skildu.

Öll þrjú kynntust sem börn þegar þau komu fram í The Mickey Mouse Club á Disney sjónvarpsstöðinni  á árunum 1993-1994 og deildu Britney og Aguilera búningsklefa. Aguilera sagði í viðtali við Rolling Stone árið 2003 að hún hefði „tilfinningu um að það yrði einhver sátt. Ég veit að þau eru að tala saman sem er gott. Ég held að þetta sé ekki búið,“ um samband Britney og Timberlake. 

„Þau voru saman á forsíðu Rolling Stone, hann í svörtum bol og horfði á hana kynþokkafullum augum, hún horfði út í myndavélina, klædd blúndu svartri skyrtu,“ segir Britney um forsíðu blaðsins. „Í viðtalinu sagði hún að hún hefði haldið að við Justin ættum eftir að hittast aftur, sem var bara ruglingslegt, miðað við hversu neikvæð hún hafði verið annars staðar. Jafnvel þótt þau væru ekki að reyna að vera illgjörn, þá leið mér eins og salti hefði verið hellt í sárið. Hvers vegna var það svo auðvelt fyrir alla að gleyma því að ég væri manneskja, sem var nógu viðkvæm til að þessar fyrirsagnir myndu særa mig?“

Britney viðurkenndi einnig að hún væri afbrýðisöm út í Aguilera sem gat djammað áhyggjulaus með fyrrum dönsurum þeirra á meðan að Britney hafði misst forræði sitt, var undir ströngu eftirliti og mátti ekki neyta áfengis.

Britney hefur þó ekki bara sent skítaskot á Aguilera, því hún hrósaði henni og Gwen Stefani, sem báðar komu fram í The Voice árið 2016, fyrir fagmennsku þeirra. 

Í bókinni sem er 288 blaðsíður sleppir Britney Agiuilera algjörlega í kaflanum þar sem hún fjallar um kossinn umdeilda sem hún deildi með Madonnu á MTV verðlaunahátíðinni árið 2003, en Madonna og Aguilera kysstust einnig. Á þeim tíma sagði Aguilera að Britney hefði verið stressuð áður en hún steig á svið, eins og „týnd lítil stúlka, einhver sem þarf leiðsögn“.

Britney svaraði orðum Aguilera: „Þegar einhver hefur verið dónalegur við þig svona oft, veistu hvað, Christina, ég nenni ekki einu sinni að þykjast lengur.“

Aguilera var nýlega í þætti Jimmy Kimmel sem spurði hana hvort hún vildi að sín væri gerið í ævisögu Britney: „Ég vil frekar að þú sért í bókinni en ég. Ég vona að það sé allt í góðu hjá Britney, ég held við ættum frekar að fagna framtíðinni.“

Simon & Schuster greiddu Britney 15 milljónir dala fyrir að skrifa ævisögu hennar, sem kom út í síðustu viku og seldist í 1,1 milljón eintaka fyrstu vikuna, en bókin er meðal annars í efsta sæti metsölulista The York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone