Demi Moore hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum en hún er fædd 11. nóvember 1962 og verður því 61 árs eftir rúma viku.
Moore, sem lék meðal annars í myndum á borð við Ghost, Striptease og G.I. Jane, birti myndir á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með tæplega fimm milljónir fylgjenda.
Leikkonan skellti sér niður Colorado-ána í september í góðra vina hópi en markmið ferðarinnar var meðal annars að vekja athygli á mikilvægi náttúruverndar á svæðinu.
Myndirnar féllu vel í kramið hjá fylgjendum leikkonunnar og veltu ýmsir fyrir sér hvernig hún færi eiginlega að því að halda sér svona unglegri og í góðu formi.
View this post on Instagram