fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hvað fór þeim á milli? – Myndir af fyrrverandi stjörnuparinu vekja athygli

Fókus
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 09:29

Hvað fór fram?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ben Affleck getur ekki hitt fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Jennifer Garner, án þess að paparazzi ljósmyndarar séu mættir á svæðið. Það virðast allir og amma þeirra hafa áhuga að vita um fundi fyrrverandi hjónanna og hvað fari þar fram.

Ben Affleck og Jennifer Garner eiga saman þrjú börn, Violet, 17 ára, Seraphina, 14 ára, og Samuel, 11 ára. Þau tilkynntu að þau væru að skilja árið 2015, nokkrum dögum eftir að þau fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli.

Leikarinn giftist söng- og leikkonunni Jennifer Lopez árið 2022 og það er hugsanlega þess vegna sem fólk hefur svo mikinn áhuga á endurfundum hans og Garner.

Sjá einnig: J.Lo og Ben Affleck virtust rífast eftir að hann sást í faðmlögum með fyrrverandi

Ekki í fyrsta skipti

Í byrjun október birti Page Six myndir af Affleck og Lopez keyra um Los Angeles og virtist andrúmsloftið í bílnum hafa verið frekar spennuþrungið. Ýmsar kenningar voru á lofti um hvað hjónin hafi verið að ræða og spurðu margir sig hvort það hafi tengst fundi Affleck og Garner nokkrum dögum áður, en þau sáust í faðmlögum og fóru myndirnar eins og eldur í sinu um netheima.

Sjá einnig: Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Nú enn og aftur eru myndir af fyrrverandi stjörnuparinu að vekja athygli. Í þetta sinn virtust þau hafa verið að rökræða.

Page Six birti myndirnar og að sögn miðilsins var Garner með sjáanlega skeifu á andlitinu og var spenna í loftinu, en síðan hafi leyst úr henni og þau hafi brost til hvors annars.

Sjá einnig: Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“