fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gagnrýnir Netflix: Fór tvisvar í geðrof við tökur á Bridgerton

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. október 2023 10:29

Ruby Barker fór með hlutverk Marinu Thompson í þáttunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Ruby Barker gagnrýnir streymisveituna Netflix og framleiðslufyrirtækið Shondaland fyrir viðbrögð þeirra – eða skort á viðbrögðum – við andlegum veikindum hennar við tökur á Bridgerton.

Fyrsta þáttaröð Bridgerton kom á Netflix árið 2020 og sló rækilega í gegn. Þættirnir eru með þeim vinsælustu á streymisveitunni frá upphafi.

Ruby sagði í hlaðvarpsþættinum The Loaf að hún hafi tvisvar farið í geðrof á meðan tökum stóð, fyrst árið 2019 og síðan árið 2022, og að viðbrögð framleiðenda hafi verið til skammar.

„Ekki ein einasta manneskja frá Netflix eða Shondaland hefur haft samband, hringt eða sent mér skilaboð, til að athuga hvort ég sé í lagi eða hvort ég þurfi einhverja aðstoð eða stuðning. Enginn,“ sagði hún.

Ruby Barker í The Loaf.

Leikkonan sagði að hún hafi upplifað sig mjög einmana og einangraða við tökur vegna söguþráðar persónu hennar, Marinu Thompson.

„Mér hrakaði verulega á meðan tökum stóð. Þetta var mjög kvalafullur staður fyrir mig að vera á, því persóna mín var mjög útskúfuð og ein undir þessum hræðilegu aðstæðum.“

Ruby sagði að hún hafi endað á spítala í fyrsta sinn eftir fyrstu þáttaröð af Bridgerton.

„Það var haldið þessu leyndu því að þátturinn var að koma út,“ sagði hún.

Skjáskot/Bridgerton

Bridgerton sló met á streymisveitunni og fann Ruby fyrir pressunni að vera í sviðsljósinu.

„Líf mitt breyttist yfir nóttu en samt fékk ég engan stuðning og hef aldrei fengið stuðning. Ég var að reyna eins og ég gæti að láta eins og allt væri í góðu lagi, að ég gæti unnið og að þetta væri ekki vandamál.“

Hvorki Netflix né Shondaland hafa brugðist við ummælum Ruby Barker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn