Fyrrum NBA-leikmaðurinn Joe Smith var allt annað en sáttur þegar eiginkona hans, Kisha Chavis, upplýsti hann um að hún héldi úti Onlyfans-síðu þar sem hún framleiddi erótískt efni.
Viðbrögð Smith, sem var valinn fyrstur í nýliðavali deildarinnar árið 1995, náðust á myndband og hafa farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að bandaríska slúðursíðan TMZ fjallaði um málið.
„Ég trúi ekki að ég sitji hérna og ég bara að uppgötva að þú sérst með Onlyfans-síðu. Í öll þessi ár, niðurlægingin sem fylgir þessu. Þú hefðir getað talað við mig áður en þú gerðir þetta“ segir Smith fúll og blótaði svo eiginkonunni í sand og ösku.
Eiginkonan var þó ekki á sömu skoðun. „Ég er ekki að gera þetta með neinum nema sjálfri mér, svo af hverju ætti ég að segja þér þetta. Minn líkami, mitt andskotans val,“ sagði Chavis.
Ex NBA player Joe Smith finds out his wife has an Only Fan pic.twitter.com/DFHA1mI0y1
— SHO’NUFF (@IAMSHO_NUFF) October 30, 2023
Chavis, sem var klámmyndastjarna áður en hún kynntist eiginmanninum, sagði svo að hún hefði snúið sér að Onlyfans eftir að hafa haft litlar tekjur af öðrum verkefnum.
„Ég er búin að reyna að spyrja þig um lausnir en þú hefur engar, svo ég bjó til lausn,“ sagði Chavis á meðan eiginmaðurinn tuðaði um vanvirðinguna í bakgrunni.
Smith, sem spilaði í 16 ár í NBA-deildinni, hefur verið opinskár um fjárhagsvandræði sín undanfarin ár. Hann þénaði yfir 2,5 milljarð króna eftir skatta og gjöld á ferlinum en hefur lítið milli handanna í dag.