fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Enginn mætti fyrr en fangi gekk til liðs við Tolla – „Hann var mjög þekktur í þessari menningu, bæði undirheimum og fangelsi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. október 2023 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, kallaður Tolli, er nýjasti gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman.

Hann fer aðeins yfir sína sögu en hann hefur verið edrú síðan árið 1995.

„Mín saga er breytileg stærð og í sífelldri endurskoðun. Ég er óvirkur fíkill frá 1995 og frá þeim degi hef ég stöðugt verið að tala um sögu mína. Það er eðli batans að vera að samhæfa reynslustyrk og vonir með öðrum sem eiga svipaðar sögur og maður sjálfur. Mín saga er í sjálfu sér ekkert frábrugðin sögu annarra fíkla. Það er að ég á áfallasögu að baki, áður en ég fór að nota fíkniefni til að lækna það ástand. Það er saga ótrúlegra margra. Og þó menn fari ekki beint í brennivín eða í einhver fíkniefni, þá er það hins vegar fíknihegðun fylgir manninum. Það er eðli mannsins að leita til fíknar í þessari viðleitni sinni að finna jafnvægi. Og þegar við erum í ójafnvægi þá triggerar það, svona sem við getum kallað fíknikróka, og við förum að sefa okkur með einu og öðru, og það er margvíslegt,“ segir hann og bætir við:

„Þess vegna er víðfeðmi fíkniumræðunnar orðinn ansi mikill. Þetta snýst ekki bara um þá sem fara lóðrétt í rónann, þetta getur verið fíknihegðun, eins og valdhegðun og fleira, valdfíkn. Fíkninni fylgir alltaf þetta stjórnleysi.“

Var þekktur í undirheimum og fangelsi

Tolli hefur unnið þrotlaust og óeigingjarnt sjálfboðastarf inni í fangelsum landsins. Hann er formaður stýrihóps um málefni fanga og hefur kennt föngum að hugleiða í næstum tvo áratugi. Hann útskýrir hvernig þetta byrjaði allt saman.

„Eitt leiddi af öðru í ferðalagi mínu innan AA-samtakanna. Sponsorinn minn fór með mig á litla hraun,“ segir Tolli og bætir við að til að byrja með hafi mætingin verið mjög léleg. En allt breyttist eftir að ákveðinn fangi gekk til liðs við þá.

„Svo gerðist það að það kom til mín náungi sem hafði setið inni í sextán ár, settur í fangelsi sextán ára gamall og öll æska hans hafði farið þarna fram. Hann hafði sem sagt orðið valdur að mannsláti og var mjög þekktur í þessari menningu, bæði undirheimum og fangelsi,“ segir hann.

„Svo fórum við austur [á Litla-Hraun] og þetta var upphafið af samfelldri veru minni í fangelsi, því þeir þekktu þennan mann og þegar ég kom með honum var skólastofan full. Yfir 20 manns mættir, eins og það væru rokktónleikar.“

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“