Leiðsögu- og fjölmiðlakonan Kolbrún Björnsdóttir, betur þekkt sem Kolla Björns, og rithöfundurinn Árni Árnason eru farin í sitthvora áttina.
Vísir greinir frá.
Kolbrún var viðloðin fjölmiðla í mörg ár og landsmenn muna flestir eftir henni í Bítinu á Bylgjunni. En fyrir nokkrum árum sneri hún sér að leiðsögubransanum og starfar nú sem leiðsögumaður fyrir Fjallafélagið.
Árni starfaði í tvo áratugi við hin ýmsu störf í markaðs- og auglýsingageiranum auk þess sem hann kenndi markaðsfræði við HR, HA og HÍ í tíu ár. Hann gaf út sína fyrstu barnabók árið 2019 og fyrstu skáldsögu sína fyrir fullorðna árið 2022.
Fókus óskar þeim velfarnaðar á þessum tímamótum.