fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Gyðjan“ úr Mission Impossible óþekkjanleg í dag

Fókus
Mánudaginn 30. október 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska leikkonan Emmanuelle Béart sló í gegn í fyrstu Mission Impossible-myndinni sem kom út árið 1996. Í myndinni fór hún með hlutverk Claire sem var náin Ethan Hunt sem Tom Cruise lék.

Béart vakti mikla athygli í myndinni og var hún í uppáhaldi hjá mörgum vegna fegurðar sinnar. Voru margir sem bjuggust við því að Béart myndi láta meira að sér kveða í Hollywood en raunin varð önnur.

Béart, sem varð sextug í sumar, var 33 ára þegar myndin kom út og hefur hún aðallega látið að sér kveða í leiklistarsenunni í Frakklandi á undanförnum árum.

Leikkonan frumsýndi nýtt útlit á Instagram-síðu sinni í vikunni en á mynd sem hún birti má sjá hana með ljóst hár sem nær niður á axlir.

Nýja útlitið féll vel í kramið hjá aðdáendum sem skrifuðu athugasemdir við færsluna: „Gyðja, núna og að eilífu,“ sagði til að mynda einn.

Leikkonan opnaði sig árið 2012 um misheppnaðar lýtaaðgerðir sem hún gekkst undir á sínum tíma.

Béart hefur haft mörg járn í eldinum á undanförnum árum og var hún einn af framleiðendum heimildarmyndarinnar Such a Resounding Silence sem segir sögu fjögurra fórnarlamba sifjaspells. Áður en myndin var frumsýnd í síðasta mánuði opnaði leikkonan sig um að hafa sjálf verið fórnarlamb sifjaspells í æsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“