fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Útlit Pamelu Anderson vekur athygli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. október 2023 09:40

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Pamela Anderson hefur hlotið mikið lof fyrir að mæta ómáluð á viðburði tískuvikunnar í París.

Pamela skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Casey Jean Parker í geysivinsælu þáttunum Strandverðir eða Baywatch.

Tískuvikan í París hefur staðið yfir undanfarna viku og hefur útlit Pamelu verið eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli, en hún ákvað að synda gegn straumnum og nota engan farða eða snyrtivörur á andlitið.

Mynd/Getty Images

Leikkonan Jamie Lee Curtis er ein af mörgum sem hefur tekið fersku útliti Pamelu fagnandi. „Náttúrufegurðarbyltingin er formlega hafin!“ skrifaði hún með mynd af fyrrverandi Baywatch-stjörnunni á Instagram.

„Pamela Anderson mætti svona á tískuvikuna þar sem er svo mikil pressa og miklar væntingar, og þessi kona mætti og tók sitt pláss með ekkert á andlitinu. Mér finnst þetta svo magnað og ég dáist að hugrekki hennar og uppreisnaranda.“

Mynd: Stephane Cardinale/Getty Images
Pamela á Vivienne Westwood tískusýningunni.
Fyrir Victoriu Beckham tískusýninguna. Mynd/Getty Images

Í viðtali við Elle í síðasta mánuði sagði Pamela að það væri „frelsandi, skemmtilegt og smá uppreisn í senn“ að vera ómáluð.

Hún útskýrði að hugmynd hennar um fegurð hafi breyst með aldrinum.

„Ég held við verðum öll frekar fyndin í útliti með aldrinum. Ég hlæ stundum að mér sjálfri í speglinum. Ég hugsa: „Vá, er þetta í alvöru að gerast fyrir mig?“ Þetta er ferðalag. En mér líður vel, ég er á góðum stað.“

Sjá einnig: Hæðir og lægðir Pamelu Anderson 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika