fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sunneva og Birta reyndu við stærðfræðidæmi fyrir 4. bekkinga – „Hvernig er ég með mastersgráðu?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. október 2023 08:36

Sunneva og Birta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir og vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir glímdu við margföldunartöfluna í nýjasta þætti af Teboðinu. Þær haldi úti umræddu hlaðvarpi sem nýtur mikilla vinsælda og hefur klippa úr þættinum vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Það styttist óðum í hrekkjavökuna og voru hlaðvarpsstjórnendurnir í búning. „Ástæðan fyrir þessum fyrsta hrekkjavökubúning í ár hjá Teboðinu er því, þið þekkið þetta, það eru alltaf einhver leiðinleg komment og það eru alltaf einhverjir sem skrifa á TikTok að þeir missi heilasellur eða það slökknar á heilanum þeirra eða heilinn þeirra segir bæbæ [við að horfa á okkur],“ segir Birta í þættinum.

„Eða heilinn sé ekki til staðar og að fólk gæti ekki orðið heimskari að horfa á okkur,“ tekur Sunneva undir.

„Þannig við erum komnar hér sem tvær síðustu heilasellurnar,“ segir Birta.

5×5=35?

Í þættinum fóru þær aðeins yfir margföldunartöfluna en áttu smá erfitt með hana.

„Er sex sinnum sex þrjátíu og sex??“ spurði Birta hissa og svaraði Sunneva játandi.

Síðan sagði Sunneva örugg: „Fimm sinnum fimm er þrjátíu og fimm.“

„Já, rétt,“ staðfesti Birta.

Þær reiknuðu önnur dæmi en svo sagði Sunneva skyndilega: „Nei, sex sinnum fimm er þrjátíu og fimm. Nei, fimm sinnum fimm er tuttugu og fimm.“

Það tók þær smá tíma en þær komust loks að réttri niðurstöðu, að sex sinnum fimm er þrjátíu.

„Hvernig er ég með mastersgráðu?“ spurði Sunneva.

„Ég líka. Hvernig sitjum við báðar hérna með mastersgráðu og kunnum ekki að reikna,“ sagði Birta hlæjandi.

Sunneva útskrifaðist með mastersgráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík í byrjun árs og Birta lauk mastersnámi við Hult háskólann í Boston í ágúst 2020.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@tebodidhvað er 6×6?♬ original sound – Teboðið

Þáttinn í heild sinni má horfa á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“