Bilbao, 26. október 2024: Music Moves Europe Awards (MME Awards) verða næst haldin þann 26. október 2024 en gífurleg eftirvænting hefur ríkt meðal tónlistaraðdáenda víða um heim að undanförnu þar sem nöfn fimmtán þess merkra tónlistarfólks sem hljóta tilnefningu til verðlauna á næsta ári höfðu ekki enn verið gerð opinber. Nú er hins vegar ljóst hverjir keppa til sigurs á sviði MME Awards í spænsku borginni Bilbao í lok október 2024, en nöfn þeirra sem tilnefnd eru á næsta ári voru opinberuð á BIME Festival sem fór fram í spænsku borginni Bilbao sem haldin var dagana 26. til 28. október sl. og kynnum við nú með stolti nöfn þeirra sem hljóta tilnefningu:
Bulgarian Cartrader (Bulgaría), Fran Vasilić (Króatía), Giift (Danmörk), Pearly Drops (Finnland), Zaho de Sagazan (Frakkland), CLOCK CLOCK (Þýskaland), Arny Margret (Ísland), yunè pinku (Írland), Tramhaus (Holland), Ash Olsen (Noregur), Berry Galazka (Pólland), Ana Lua Caiano (Portúgal), freekind. (Slóveía), Ralphie Choo (Spánn), waterbaby (Svíþjóð).
Verðlaunahátíðinni er ætlað að heiðra þá ótrúlegu hæfileikaflóru sem sprettur úr evrópsku tónlistarlífi, en þau sem tilnefnd eru munu öll stíga á svið hátíðarinnar og heilla væntanlega áhorfendur um víða veröld með listilegum tónflutningi. MME Awards, sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópusambandsins og er ætlað með þessu móti að heiðra framlag þess upprennandi tónlistarfólks innan Evrópu sem þykir best túlka evrópska hljóma samtímans. MME Awards er þó ekki síður ætlað að styðja við alþjóðlegan feril efnilegs og upprennandi tónlistarfólks innan
Evrópu en til gamans má geta að fyrri handhafar hinna evrópsku MME Awards tónlistarverðlauna eru meðal annars hljómsveitirnar Stromae, Alyona Alyona, Rosalia, The Haunted Youth, Dua Lipa, Sans Soucis, Hozier, Meskerem Mees og Christine and the Queens.
Þá geta evrópskir tónlistaraðdáendur einnig tekið þátt í rafrænni kosningu um sigurvegara MME Public Choice Awards 2024 í gegnum vefsíðu Music Moves Europe Awards – en vefslóðin er www.mmewawards.eu og verður spennandi að fylgjast með því hver verða stigahæst. Þá mun Jerry Heil frá Úkraínu, sem hlaut verðlaunin á síðasta ári taka sæti í dómnefnd MME Awards á næsta ári og segir um dómnefndarstörfin:
„Sem meðlimur dómnefndar mun ég leita eftir þeim sem syngja beint frá hjartanu.“
Til mikils er að vinna á verðlaunahátíðinni, en alþjóðleg dómnefnd mun velja fimm sigurvegara úr hópi keppenda ásamt því sem ein tónlistarmanneskja hlýtur sérstök aðalverðlaun dómnefndarinnar. Úrslit verða svo loks gerð opinber á Music Moves Europe verðlaunaafhendingunni fimmtudaginn 18. janúar 2024 í Eurosonic Noorderslag í Groningen, Hollandi, en hver vinningshafi hlýtur €10.000 í verðlaun ásamt því sem sigurvegari stóru dómnefndarverðlaunanna hlýtur einnig græna ferðaskírteinið til viðbótar að verðmæti €5.000 en sigurvegari MME Public Choice Award 2024 fær einnig €5.000 að gjöf.
Allir sem hljóta tilnefningu verður boðið að spila á ESNS (Eurosonic Noorderslag) tónlistarhátíðinni og munu þau sömu hljóta tækifæri til að sitja MME menntadagskrá Evrópusambandsins sem er með því besta sem þekkist í evrópskum tónlistariðnaði og er haldið úti af skipuleggjendum ESNS ásamt valinkunnum samstarfsaðilum MME; Liveurope, Yourope, Live DMA, IMPALA, Digital Music Europe, ICMP – CIEM, International Music Managers Forum (IMMF) og síðast en alls ekki síst European Music Exporters Exchange (EMEE).
Music Moves Europe verðlaunahátíðin spilar þannig lykilhlutverk í listrænni viðleitni Evrópusambandsins til að styðja við og kynna evrópska tónlistargeirann og miðar að því að styðja og kynna upprennandi tónlistarfólk með það fyrir augum að efla útrás þeirra á alþjóðamarkað, samhliða því sem MME hlúir að samevrópskri samvinnu innan tónlistageirans og hlúir að fjölbreytileika evrópsks tónlistarlífs.