Stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson og læknirinn Anna María Hákonardóttir eru farin hvort í sína áttina. Smartland greinir frá þessu.
Þau létu 25 ára aldursmun ekki á sig fá þegar þau fóru að stinga saman nefjum í sumar. Sveinn Andri varð sextugur í sumar en Anna María er fædd árið 1988.
Hún nam læknisfræði í Ungverjalandi og útskrifaðist árið 2017. Sveinn Andri hefur um margra ára skeið verið sá lögfræðingur sem er hvað mest áberandi í opinberri umræðu.