Uppþvottavélar eru staðalbúnaður á mörgum íslenskum heimilum. Oft er mikil sérkænska á bak við hvernig raðað er í uppþvottavélina, eins og hvert stóru diskarnir og litlu skálarnar fara og hvernig allt á að snúa.
Samkvæmt Choice sérfræðingnum Ashley Iredale þá höfum við flest verið að raða vitlaust í uppþvottavélar í mörg ár.
Sum láta hnífapörin snúa niður, þannig að beittir endar snúa niður. Aðrir láta hnífapörin snúa upp svo að skítugi endinn þrífist betur. Svo eru það þau sem láta hnífapörin snúa í báðar áttir og hafa enga röð og reglu yfir skipulagi uppþvottavélarinnar.
Samkvæmt Ashley er ein rétt leið til að raða hnífapörunum. Það er að láta þau snúa niður svo að handfangið snúi upp. Það eru þrjár mjög góðar og gildar ástæður fyrir því.
Í fyrsta lagi er það öryggi, að láta handfangið snúa upp kemur í veg fyrir þú getur óvart skorið þig á beittum hnífum eða ef þú dettur á uppþvottavélina þá sleppirðu við það að stinga þig og virkilega slasast. Þannig það er rosalega góð ástæða að okkar mati.
Í öðru lagi verður þú fljótari að taka upp úr uppþvottavélinni með því að taka bara í handföngin og setja í skúffuna. Auðveldara en að taka utan um beitta hnífa og raða vel og vandlega.
Í þriðja lagi þá er minna um sýkla og kámug hnífapör. Þegar þú raðar hnífapörunum svo þau snúi upp, þá þarftu að taka þau upp með því að grípa í „matar-endana“. Frábær leið fyrir sýkla að komast á matinn okkar.
Mundu þessar þrjár ástæður næst þegar þú raðar í uppþvottavélina!