fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Sjö árum eftir framhjáhaldið gerði eiginkonan ömurlega uppgötvun

Fókus
Laugardaginn 21. október 2023 22:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eiginmaður minn hefur svikið mig aftur, sjö árum seinna og með sömu konunni.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Við höfum verið gift í 22 ár. Fyrir sjö árum varð hann þunglyndur. Á þeim tíma sá ég skilaboð af kynferðislegum toga í símanum hans. Hann var að halda framhjá mér og þetta gekk næstum frá mér. En ég vissi að hann væri ekki hann sjálfur. Hann sagðist ætla að hætta með henni og ég fyrirgaf honum því dætur okkar voru ungar. Þær þurftu á pabba sínum að halda,“ segir hún.

Nú eru sjö ár liðin og hann er 47 ára og hún 43 ára.

„Ég var svo fegin þegar hann fékk loksins vinnu og ástand hans varð mun betra. Spólum áfram þar til fyrir viku. Hann var eitthvað grunsamlegur. Hann sagðist þurfa að fara í vinnuferð yfir helgi, sem var frekar skrýtið. Hann hafði aldrei þurft að sinna vinnunni um helgar áður.

En svona var þetta. Ég var að þvo þvott og spurði hvort það væri eitthvað frá honum sem hann vildi setja með í þvottavélina. Hann teygði sig í uppáhalds gallabuxurnar sínar og bréfmiði datt á gólfið, með nafni og símanúmeri konunnar sem hann hafði haldið framhjá mér með fyrir sjö árum. Hann varð eldrauður í framan og vissi ekkert hvað hann ætti að segja. Ég var brjáluð og hann gat ekki neitað fyrir þetta.“

Þá rann upp fyrir henni hver raunverulegu plön hans voru þessa helgina.

„Hann sagði að hún hafði hringt á nýja vinnustaðinn hans. Þau voru augljóslega búin að ákveða að verja helginni saman. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég hef ráðlagt vinkonum mínum sem eiga maka sem halda framhjá, að fara frá þeim eftir seinna skiptið. Að þriðja tækifærið ætti ekki að standa þeim til boða. Ætti ég að hlusta á eigin ráð?“

Mynd/Getty

Deidre svarar konunni:

„Ekki pæla í því sem þú hefur ráðlagt öðrum. Einblíndu á þitt samband. Vinkonur þínar vilja alveg örugglega að þú sért hamingjusöm.

Þú ert eðlilega miður þín vegna málsins og verðskuldar einhvers konar útskýringu. Spurðu hvað olli því að hann hafi gert þetta, og hugsaðu hvernig þér líður í þessu hjónabandi. Það er langt í að þér mun takast að fyrirgefa og gleyma, en það hljómar eins og þú sért heldur ekki tilbúin að fara frá honum.“

Að lokum ráðlegur Deidre konunni að fara til sálfræðings eða ráðgjafa. „Það að hann hafi svikið þig með sömu konunni og fyrir sjö árum bendir til þess að það eru enn vandamál í sambandinu sem þið leystuð ekki síðast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?