fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Erna segir karlmann standa í hótunum við sig – Borgaði öðrum börnum til að leika ekki við son hennar

Fókus
Föstudaginn 20. október 2023 14:59

Erna Kristín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er víst ekki nóg að borga börnum til að leika ekki við son minn heldur er greinilega til nóg að svörtum seðlum til þess að borga hakkara til þess að taka niður Instagram reikninginn minn niður í ANNAÐ sinn.“

Segir áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, kölluð Ernuland, í pistli á Facebook.

Erna er með yfir 26 þúsund fylgjendur á Instagram en síðan er eina tekjulind fjölskyldunnar í nýju landi, þau fluttu fyrir stuttu til Danmerkur.

„Líf mitt er eins og léleg bíómynd og ykkur er boðið. Núna þarf ég að borga hakkara ákveðna upphæð svo Instagram reikningnum mínum verði ekki eytt. Eina tekjulind fjölskyldunnar í nýju landi. Það er íslenskur einstaklingur sem greiðir þessum svokallaða hakkara upphæð til þess að síðan mín verði tekin niður, sem flokkast auðvitað undir fjárkúgun í ljósi þess að vettvangurinn er vinnan mín. Viðkomandi er búinn að gera það einu sinni og er núna að gera það í annað sinn. Pistillinn fyrir neðan þennan útskýrir síðan lygilega byrjun þessa pistils. Enda eins og ég segi þá er þetta líkast lélegri bíómynd,“ segir Erna og er þá að vísa í aðra færslu þar sem hún greinir frá hrottalegu einelti sem átta ára drengur hennar hefur þurft að þola, þar sem gerendur eru bæði börn og fullorðnir.

„Ég óska þess að þessi manneskja finni frið í hjarta sínu og fari að einbeita sér að einhverju öðru en mér og minni velferð. Lögreglan er í málinu en ég hika ekki við að nafngreina viðkomandi ef síðunni verður lokað. Viðkomandi er að fylgjast með og getur alltaf borgað hakkaranum til baka ef hann vill ekki að nafnið sitt og sitt fyrirtæki fari upp á yfirborði. Þeir sem þekkja mig vita að ég er kannski algjör dúlla og hef lítið gaman af drama. En þau vita líka að ég er með bein í nefinu og læt ekki vaða yfir mig. Og þá síst miðaldra karlmenn með minnimáttarkennd.“

Instagram-síðu Ernu var fyrst lokað í ágúst en hún fékk síðuna aftur eftir nokkra daga.

Sjá einnig: Erna Kristín með gleðifréttir eftir mjög erfiða daga – „Ég var búin að missa alla von“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn